Nú jæja konan er nú þannig að hún getur ekki hjólað – hnéð bara beygist ekki nema smá og ef ég beygi það meira þá bara meiði ég mig ógeðslega mikið – og get það bara eiginlega alls ekki….
Aldrei verið svona slæm í hnénu – svoldið álag að ganga greinilega! Nú til þess að bæta mér upp hjólaleysið fór ég í sund í dag – og synti í 30 mínútur – ánægð með það – gat notað blöðkurnar smá en meiddi mig undan þeim í ristinni hægra megin – hún er alltaf að stríða mér! Sigh…
Það var því bara ein ganga hjá okkur Álaugu í þessari viku – við syndum 1000 metrana eða svo á morgun og svo er það garðvinnan. Hér er verkefnalisti heimaverunnar næstu 2 vikurnar (sem er nú orðin ein og hálf- úff hvað tíminn flýgur.
Kantskera meðfram stéttinni heim að húsinu
Hreinsa meðfram sökklinum
stinga upp grávíðisbeðið og eyða þar fíflum sem hafa sest þar að
kantskera það beð
Stinga upp álfakollsbeðið og taka til í því af miklum krafti 🙂
kantskera það beð
hreinsa í kringum safnkassana
Taka upp rabbabarann
hreinsa beðið undir húsveggnum og fá fjölærarplöntur frá Dísu í það – nelliku og jarðaberjamuru til dæmis – silfurhnapp líka….
mála garðhúsgögnin
laga borðið
hreinsa grillið
snyrta svolítið bak við hús þegar allt annað er búið….
Jam nóg að gera útivið og ég þarf mjög margt að gera inni líka…