Jæja það er ekki hátt á minni risið núna – nenni ekki í sund en það er nú ekki útséð með það – ég get ekki hjólað þó veðrið sé svo sannarlega þannig að maður ætti að skella sér á bak – nei þá er hnéð bara alveg ófært um að beygja sig eins mikið og þarf – afar svekkjandi satt að segja og því ætti ég að vera dugleg að hreyfa mig en nei….
En það er nú ekki of seint að fara í sund fyrr en 21:00 í kvöld :-).
Ég hugsa að ég labbi ekki upp á neinar hæðir á morgun heldur syndi 1000 metrana – best að hvíla hnéð í nokkurn tíma enn – og svo verð ég að fá göngustafi það léttir á þegar það er farið niður….
Ég er nú búin að koma blómum í pott – það tók nú ekki nema mánuð 🙂 og ég er búin að finna garðvettlingana og nú er bara að búa sér til stundaskrá og vinna eftir henni – en ég ætla að eiga einn enn svona – ég geri það sem mér sýnist dag enn….
Dásamleg tilfinning að geta bara ráðið hvað maður gerir þann daginn :-).
Frábært veður dag eftir dag og þvotturinn blaktir á snúrunum, gólfin hrein, ég prjóna við og við, sái í Farm Town og les svo jafnvel inn á milli – ríf upp einn njóla – já svona um það bil bara eitthvað út í loftið og ef ég myndi nú fara í sund þá væri samviskan hrein því mataræðið er ekki arfavitlaust heldur…
Veitir ekki af að ná af sér lopanum sem kom á mann um helgina! Meira hvað mér gengur illa að léttast – um leið og það er ekki rammi utanum mig þá bara búmmiti búmm
En ekki gefast upp og ég er bara að gera það gott í hreyfingunni þrátt fyrir allt!