Tveir sigrar

Nú jæja tveir sigrar unnust í dag mitt í öllu röngu ákvörðununum mínum:

Ég fór út að hjóla þó það væri bara í 20 mínútur og ég fékk mér ekki ís þegar mig langað ótrúlega mikið í hann 🙂

Gangan gekk vel í gær þó ég hafi verið hissa þegar henni lauk að hún hefði ekki staðið lengur :-). Ég var hins vegar nánast ógöngufær þegar ég kom heim því ég fann svo til í ristinni að ég hélt ég dræpist en það er nú ekki verra en vant er.

Í morgun tók ég svo gigtarlyf sem ég átti í fórum mínum og fann varla fyrir fætinum.

Ég var í vinnunni í dag og gengur svona ljómandi vel með vel með námskrárnar og ég er meira að segja búin að gera nokkur matsblöð með þeim svei mér þá alla mína daga. Mjög gaman.

Ég á svo tvo daga eftir og þá læt ég staðar numið þetta vorið að vinna. Er bara ánægð með mig…

Þannig lagað.

Hjól í fyrramálið í amk 20 mínútur og svo klst ganga í Þrastarskógi. Gott mál barasta – smám saman fikrast maður í rétta farveginn 🙂

Ekki alveg að hitta á það

…en er svo sannarlega að vinna að því að hitta – og þá helst smellhitta :-). En ég er komin með hreyfiáætlun – gleymdi henni í skólanum að vísu svo ég set hana inn á morgun. Þar er ganga í miklu fyrirrúmi en gallinn við það er að ég er á köflum að drepast í þessari blessaðri rist. Ég ætla að prófa að taka gigtarlyf og sjá hvort ég lagast…. En ég er sko í alvöru að drepast…

Mataræði er ekki nógu gott til að ég léttist og ég þarf að taka verulega á þeim hluta. Svona ýmis óeinbeitni í gangi. En nú nálgast sumarfríið og allt verður betra. Ég er alveg að verða búin að ná áttum.

Ég sit í skólanum núna á daginn og vinn mér í haginn því ég verð í burtu í skólabyrjun í haust. Ég er að semja námskrárnar fyrir bekkinn, gera bókapöntunina, taka til í nýja rýminu mínu og svona sitt lítið af hverju. Voða gaman að hafa svona gott næði og tíma til að gera það sem þarf að gera. Ég sé ekkert eftir þeim tíma.

Í dag fór ég göngu á hólinn við hliðinna á Kerinu, fór svo hringinn í kringum hann – þetta var rosa fínn hringur – tók svona klukkutíma. Eini ókosturinn var að ég var ógöngufær vegna verkja í ristinni! Það er eins og beinin nuddist saman – væri gaman að vita hvað þetta í helvítana er, en þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn og þetta hefur komið og farið – er bara svona heldur verra.

Ennn… fann ekki fyrir hnjánum né neinu öðru sem var mjög ánægjulegt.

Á morgun er það hjól í fyrramálið og vinna. Bara 20 mínútur eða svo Ingveldur – mundu þetta er ekki spurningum að nenna – nenna er svo neðarlega á listnum. Bara að gera – það er það eina sem þarf til.

Á fimmtudag er það svo Mosfell, ef veður leyfir, annars Snæfoksstaðir.

Þetta er allt að koma.

Í næstu viku þarf svo bara að taka verulega til í húsinu :-).

Mikið bauk og braml

Síðustu sameiginlegu dagarnir í skólanum að baki – óvissuferðin framundan. Það hins vegar verður vikuvinna hjá mér í næstu viku því ég verð að vinna af mér starfsdagana næsta haust – gengur ekki að hafa ekkert tilbúið og mæta svo bara í vinnu eins og fín kona þegar vika er liðin af september eða svo….

Þannig að í raun er ég bara að fara í 2 vikna frí en ekki þriggja því ég vinn hitt af mér… Jamm og já

Back to the real world

híhí – svoldið skrítið að ég hafi ekki fengið 1000 athugasemdir við bloggleysið mitt! Híá ykkur.

Ég er búin að skila verkefninu í Námsmati og prófagerð og vonast til þess að ljúka þar með 10 einingum og svo ætla ég að skila verkefni sem ég á eftir í Námskrárgerðinni þá verð ég komin með 30 einingar og hálfa leið í diplomuna :-). Jibbí

Ég hef verið ótrúlega dugleg að gera það sem mér sýnist og það sem mér sýnist er ekki alveg nógu sneddý peddý…

Þegar maður er að læra, lasinn, vinnur og mikið – þá er ótrúlega margt sem manni sýnist sniðugt að narta í …. úff púff og ekki er nú mikill tími til að hreyfa sig eða þá maður er svo ægilega slappur að það er eiginlega alls ekki hægt að hreyfa sig í 90 mínútur í dag….

90 mínútur í dag – pælið í því!

En amk fór ég að hjóla í 25 mínútur i´morgun og reyndi að hreyfa mig eins mikið og ég gat í vinnunni…

Það er nú ekki þar með sagt að ég hafi ekki verið að hreyfa mig neitt – bara of lítið og það má sem sagt segja að það hafi ekki verið skipulögð hreyfing….

En allt á réttri leið… Það er eina leiðin…

Við Palli tjölduðum vagninum á Borg og þar er heilmikil vinna framundan við þrif… Útilega um helgina með sls genginu