Ingólfsfjall heimsótt

Hóhó jæja þá var að yfirstíga fóbíuna gagnvart Ingólfsfjalli – við Áslaug töltum í 35 mínútur upp hlíðar þess og klöngruðums aðeins um í grjótinu – það gekk vel – í næstu viku ætlum við að ganga í 45 mínútur upp og svo í þriðju atlögu skal það bara klifið :-). Ég fékk mér nýja gönguskó – Askja heita þeir og þvílíkur munur – ég hefði ekki trúað því! Ekkert illt í rist, ekkert illt í hæl eða ökkla einungis svolítið illt í boganum undir ilinni! Gjörsamlega heilluð af því hve miklu skór geta breytt- ég svo sem vissi það áður en ég hélt að Ecco skórnir mínir væru nú bara býsna góðir en my oh my – þeir eru ekkert miðað við þessa snilld!

En nú er að taka til í húsinu og slappa svo vel af eftir skyr og ber í hádegisverð. Mér gengur vel þessa dagana í mataræðinu og það er bara gott og gaman! Vigtin tosast niður og það eru engir galdrar viðriðnir þetta – bara borða skyr í hádeginu sem oftast og þá á maður inni fyrir ýmsu stigalega séð!

1 athugasemd á “Ingólfsfjall heimsótt

Færðu inn athugasemd