Ég er sko að taka til!

Ég var bara orðin svo sveitt ég varð að hvíla mig! Er sko búin með klósettið, já og setja snúða í hefingu amk deigið sem þeir verða búnir til úr! Nú svo Gekk ég á Mosfell í gær – frábærlega mikil og fín brekka það þó fjallið sé nú ekki hátt blessaður hraunbingurinn. En þetta er yndisleg ganga – var 35 mínútur upp og gat vel gengið niður! Ristin var svolítið að pirra mig en það slapp til allt saman. Núúú, svo að því loknu gerði ég eitthvað og ekki neitt – maður þarf nú að hvíla sig, svo fórum við Páll í Hellishóla og tjölduðum vagninum þar og sváfum í yndislegu veðri, en þar verður vinnustaðaútilegan hans um helgina.

Núúúú, svo keyrði ég hann í vinnuna á Hvollsvelli og fór heim að taka til! Þrífa og gera húsið svooooolítið þrifalegra því ég býst við Ástju Björk í heimsókn á eftir og eiginlega getur enginn komið í mitt hús því þar er mjöööööög mikið drasl! og DRULLA.

En sem sagt – búin að þurrka svitann og farin af stað aftur!

1 athugasemd á “Ég er sko að taka til!

Færðu inn athugasemd