þar sem maður ræður sér alveg sjálfur! Ég er búin að moka út úr ýmsum skúmaskotum samviskunnar, dökkum krókum og kimum og losa mig við ýmislegt. Þarf svo að fara að vinna í skýrslunni góðu en í dag er eiginlega of gott veður til að standa í einhverjum raunverulegum verkefnum öðrum en lífsstílsbreytingunni endalausu.
Nú þarf ég að fá mér morgunverð, setja á mig ýmsar hlífar og hendast svo af stað á hjólinu – í sund eftir góðan hjólasprett.
Ég er alvarlega að hugsa um að kaupa mér kort í sundlauginni – það er víst oftast opið niðri en ég þori alls ekki í hringstigann – kannski síðar. Ég get því ekki fylgt æfingaáætluninni um að fara í ræktina og svo pottinn – verð því að auka aðeins við hringinn sem ég hjóla og fara svo í pottinn – ekkert að því.
Ég fór í göngum um Snæfoksstaði í gær með Áslaugu og við gengum ekki einu sinni heldur þrisvar upp á Kolgrafarhól svona til þess að láta hartað pumpa sem það og gerði. Ég var bara fín í fótunum og finn ekki fyrir neinu í dag enda var þetta svo sem ekki nema í 45 mínútur en hóllinn var nokkuð kröpp brekka – á meðan á henni stóð :-).
Göngudagarnir eru því orðnir 3 – 1 klst í senn eða svo og ég er ekki frá því að ég sé að komast í ágætist stand með hjólreiðum og sundi að auki. Það er mjög ánægjulegt að finna smá mun á sér aftur og verða eins og ég var orðin í byrjun maí eftir allt badmintonið og blakið. Það var nú meiri fótavinnan.
Beinhimnubólgan er með besta móti og ristin virðist vera til friðs ef ég tek gigtarlyfin. Það er frábært – og ég er búin að skrifa matardagbók í tvo daga sem er líka frábært því á meðan ég geri það ekki þá verður mataræðið ekki í lagi. Mér tókst að láta hrökkbrauðið vera – með ostinum sem ég sá í hyllingum í gærkveldi og fór að sofa vitandi að ég væri pakksödd og þyrfti ekkert á því að halda. það var smá sigur – láta ekki allt eftir sér.
Frábært að finna að ég hef tökin á ný og vitiði það fer mér ekki að hreyfa mig ekki – það veitir mér alltof mikla ánægju til að ég eigi að sleppa því.
Svo er það bara þróunarverkefnisskýrslan – hún þarf að klárast fyrir mánaðarmót. Stefni svellköld á það.
Over and out 🙂