Staðan

Því duglegri sem ég er að blogga því duglegri er ég á öðrum vígstöðvum 🙂

Bara að halda því til haga að ég synti og hjólaði í dag í samtals í um 90 mínútur. Afar glöð með það. Mataræði í gær var innan orkuþarfa – tala nú ekki um þar sem hreyfing var í 30 mínútur umfram viðmið.

Dagurinn í dag hefur enn sem komið er verið góður. Er ekki búin að reikna fyrradaginn út – þarf að gera það á eftir.

Með því að skrifa og telja stig heldur maður sig á beinu brautinni – maður er svo ótrúlega fljótur að fara fram úr leyfilegum stigafjölda ef maður passar sig ekki – en svo er ótrúlega auðvelt að halda sig innan hans þegar maður er komin í takt.

Ég fór til Áslaugar áðan að skrá stigin en hún er svo mikill talna og stigasérfræðingur að það flýtti fyrir og svo er frábært að hitta einhvern sem er að gera það sama og maður sjálfur í þessum efnum. Mjög uppbyggjandi! Nú er þetta sem sagt allt að koma og ég er í bleika kvennahlaupsbolnum mínum ægilega montin af mér – og er að fara að taka til og létta svolítið á lyktinni í húsinu.

1 athugasemd á “Staðan

  1. Þú ert svo yndislega dugleg Inga. Já það heldur manni við efnið að skrifa niður og gera áætlanir. Ég finn það með sjálfa mig í það minnsta
    Kv Haddý Jóna

    Líkar við

Færðu inn athugasemd