…og útilega, afmæli, útskrift, kvennahlaup að baki! Þetta var bara fínast helgi skal ég segja ykkur.
Mörg verkefni bíða.
Hvunndagsverkin – heimilisstörfin öll – almenn yfirferð í húsinu
svo er hægt að dýpka þau viðfangsefni mikið og fara í skúffur skápa, koppa og kirnur.
Gera þróunarverkefnisskýrslu fyrir mánaðarmót
Koma klára námsskráráfangann hjá Ingvari svo ég verði nú búin með 30 nýjar einingar í haust. Þá er ég komin með fjórðung í master og vonandi ná ég 20 í haust og þá verð ég komin með 50 einingar af 120 – sextíu að ári – þá er ég hálfnuð! Það væri nú gaman! Verður nú gaman.
Svo eru ýmis fjármál sem þarf að vinna með og koma á hreint til að maður sjái til sólar í framtíðinni. Ekkert slæmt útlit með það sem betur fer.
Já það er best að hreiðra um sig í sumarfríinu…. Næg verða svo verkefnin eftir verslunarmannahelgina – fullt að gera!
En smá breyting hefur orðið á – landshornaflakk okkar Páls hefur verið kveðið niður – nú er bara að fara stutt og lítið því hann verður að vinna á meðan vinna er – svo einfalt er það. Sumarfrí eru ekki inni í myndinni.
En nú er best að skella sér í slaginn.