…en er svo sannarlega að vinna að því að hitta – og þá helst smellhitta :-). En ég er komin með hreyfiáætlun – gleymdi henni í skólanum að vísu svo ég set hana inn á morgun. Þar er ganga í miklu fyrirrúmi en gallinn við það er að ég er á köflum að drepast í þessari blessaðri rist. Ég ætla að prófa að taka gigtarlyf og sjá hvort ég lagast…. En ég er sko í alvöru að drepast…
Mataræði er ekki nógu gott til að ég léttist og ég þarf að taka verulega á þeim hluta. Svona ýmis óeinbeitni í gangi. En nú nálgast sumarfríið og allt verður betra. Ég er alveg að verða búin að ná áttum.
Ég sit í skólanum núna á daginn og vinn mér í haginn því ég verð í burtu í skólabyrjun í haust. Ég er að semja námskrárnar fyrir bekkinn, gera bókapöntunina, taka til í nýja rýminu mínu og svona sitt lítið af hverju. Voða gaman að hafa svona gott næði og tíma til að gera það sem þarf að gera. Ég sé ekkert eftir þeim tíma.
Í dag fór ég göngu á hólinn við hliðinna á Kerinu, fór svo hringinn í kringum hann – þetta var rosa fínn hringur – tók svona klukkutíma. Eini ókosturinn var að ég var ógöngufær vegna verkja í ristinni! Það er eins og beinin nuddist saman – væri gaman að vita hvað þetta í helvítana er, en þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn og þetta hefur komið og farið – er bara svona heldur verra.
Ennn… fann ekki fyrir hnjánum né neinu öðru sem var mjög ánægjulegt.
Á morgun er það hjól í fyrramálið og vinna. Bara 20 mínútur eða svo Ingveldur – mundu þetta er ekki spurningum að nenna – nenna er svo neðarlega á listnum. Bara að gera – það er það eina sem þarf til.
Á fimmtudag er það svo Mosfell, ef veður leyfir, annars Snæfoksstaðir.
Þetta er allt að koma.
Í næstu viku þarf svo bara að taka verulega til í húsinu :-).
Takk fyrir samveruna í gær… bara gaman' þú stóðst þig vel í hallanum, bæði upp og niður. Þetta var nú dáldið laus jarðvegur á köflum. Alltaf erfitt að ganga á svoleiðis undirlagi og ekki bætti nú úr skák endalaust bullið í mér, ómæ.
Á mínu dagatali stendur Þrastaskógur á fimmtudag… en Mosfell í næstu viku.. kannski hef ég bara víxlað þessu..
kveðja,
Áslaug
Líkar viðLíkar við
já við ætluðum að hafa eina strembna göngu í viku – ég er fegin ristarbeinin mín emja og skrækja af vanlíðan – ég ætla að prófa að éta gigtartöflurnar hans páls og sjá til hvort þær skili mér ekki einhverju góðu 🙂
Líkar viðLíkar við