Back to the real world

híhí – svoldið skrítið að ég hafi ekki fengið 1000 athugasemdir við bloggleysið mitt! Híá ykkur.

Ég er búin að skila verkefninu í Námsmati og prófagerð og vonast til þess að ljúka þar með 10 einingum og svo ætla ég að skila verkefni sem ég á eftir í Námskrárgerðinni þá verð ég komin með 30 einingar og hálfa leið í diplomuna :-). Jibbí

Ég hef verið ótrúlega dugleg að gera það sem mér sýnist og það sem mér sýnist er ekki alveg nógu sneddý peddý…

Þegar maður er að læra, lasinn, vinnur og mikið – þá er ótrúlega margt sem manni sýnist sniðugt að narta í …. úff púff og ekki er nú mikill tími til að hreyfa sig eða þá maður er svo ægilega slappur að það er eiginlega alls ekki hægt að hreyfa sig í 90 mínútur í dag….

90 mínútur í dag – pælið í því!

En amk fór ég að hjóla í 25 mínútur i´morgun og reyndi að hreyfa mig eins mikið og ég gat í vinnunni…

Það er nú ekki þar með sagt að ég hafi ekki verið að hreyfa mig neitt – bara of lítið og það má sem sagt segja að það hafi ekki verið skipulögð hreyfing….

En allt á réttri leið… Það er eina leiðin…

Við Palli tjölduðum vagninum á Borg og þar er heilmikil vinna framundan við þrif… Útilega um helgina með sls genginu

Færðu inn athugasemd