Nú þar sem sumarfríið nálgast óðum er rétt að setja sig í ákveðinn farveg og gera það sem þarf að gera.
Ákveðið hefur verið af hálfu Ingveldar að það verði að koma hreyfingunni í fastar skorður – skipulögð hreyfing og það allt saman.
Ég fór út að hjóla í gærkveldi og ég fór út að hjóla í morgun – sem var afar hressandi og dagurinn er svo miklu betri ef maður paufast aðeins út að sprikla áður en maður fær sér morgunmatinn…. enda var veðrið ekki af verri endanum.
Ég gekk pínulítið frá eftir morgunmatinn – þið heyrið að það heyrir til undantekninga amk þarf sérstaklega að geta þess ;-).
Fór svo með þessi býsn af þvotti út á snúru og hengdi upp! Við Bjartur áttum mikla gæðastund þar – hann að rífast yfir Snásernum stóra sem er alltaf þarna laus að vappa með einhverjum smiðum og Bjartur gerir alvarlega athugasemd við í hvert sinn – þó stóri snáser veki ekki viðlíka viðbjóð og pirring hjá nefndum Bjarti og kettir!
Nú og svo er ég bara komin í vinnuna, búin að gera eina námskrá eða svo og fer svo í Þrastarskóg að ganga á eftir.
Ég fann ekkert fyrir ristinni í gær fyrr en undir kvöld og nú er ég alveg hætt að finna fyrir henni – svo líklega virka gigtarlyfin – það er líka eins og mig minni að þau hafir hjálpað í fyrra og árin þar á undan stundum – oh hvað ég vona að ég geti bara tekið töflu og verkurinn horfið – amk að mestu leyti…
Ég er að hugsa um að kaupa mér kort í sundlauginni á Selfossi – Ragnheiður sem vinnur þar, hjálpar mér fyrstu ferðirnar niður hringstigann :-). Kort í sund og rækt kostar 25 þúsund eða svo – það er nú ekki sérlega mikið því ef ég kaupi kort í Toppsport og fer í sund 5 daga vikunnar þá er mánuðurinn um 10 þús….
En við sjáum til hvernig gengur með stigann – ekki hægt að kaupa sér kort í rækt sem maður þorir svo ekki í!
Híhí
En nú fer ég að vinna – þarf að vera búin að öllu á morgun en þá held ég að sé útilega með Dísu ef hún er nógu hress!