Dj….

Ristilkrampi dauðans maður! Ég hef ekki verið svona slæm í maganum síðan um tvítugt svei mér þá – ég er bara annan hvern dag að drepast!

Mér sýnist ég alls ekki mega borða neitt sem er feitt – þarf bara að muna það! Fékk mér kjúklingabita áðan og ég held ég sé að drepast! Dísuss….

Held ég verði að fá lyf við þessu – það er ekki hægt að vera svona….

En ég er bara flott eftir gönguna og ég er svo sæl með skóna – það er nú meira hvað munar um að vera í gönguskóm – ótrúlegt!

Ingólfsfjall heimsótt

Hóhó jæja þá var að yfirstíga fóbíuna gagnvart Ingólfsfjalli – við Áslaug töltum í 35 mínútur upp hlíðar þess og klöngruðums aðeins um í grjótinu – það gekk vel – í næstu viku ætlum við að ganga í 45 mínútur upp og svo í þriðju atlögu skal það bara klifið :-). Ég fékk mér nýja gönguskó – Askja heita þeir og þvílíkur munur – ég hefði ekki trúað því! Ekkert illt í rist, ekkert illt í hæl eða ökkla einungis svolítið illt í boganum undir ilinni! Gjörsamlega heilluð af því hve miklu skór geta breytt- ég svo sem vissi það áður en ég hélt að Ecco skórnir mínir væru nú bara býsna góðir en my oh my – þeir eru ekkert miðað við þessa snilld!

En nú er að taka til í húsinu og slappa svo vel af eftir skyr og ber í hádegisverð. Mér gengur vel þessa dagana í mataræðinu og það er bara gott og gaman! Vigtin tosast niður og það eru engir galdrar viðriðnir þetta – bara borða skyr í hádeginu sem oftast og þá á maður inni fyrir ýmsu stigalega séð!

Frábær helgi að baki

Nú er kominn sunndagur og kvöld hans runnið upp. Eg er komin heim í hreiðrið mitt eftir útilegu í Hellishólum. Mér gengur vel að vera virkari – hreyfanlegri í útilegum – amk í þessari – en það var eitt af markmiðunum að hreyfa mig nokkuð annan hvorn helgardaginn og náttúrulega ekki missa föstudaginn úr – en það er oft erfitt – það er eitthvað svo mikið að gera :-). En eftir hroðalegasta át Íslandssögunnar – þeas mjög hitaeiningaríkan mat – aðallega gersnúða og haldið ykkur fast – hveiti -kringlur mjúkar -heyrið mig i tveimur svoleiðis eru 10 stig – pælið í því! Maður svo sem veit að snúður er ekki góður fyrir mann þó hann sé gerður heima og minna af sykri og fitu en á að vera samkvæmt uppskrift! Ég held að ég hafi borðað 60 stig eða eitthvað – en með því að vera í 5 klst í golfi í gær hvítþvoði ég nú samvisku mína auk þess sem ég borðaði ekki hroðalega vitlaust í gær og hef hagað mér sæmilega í dag. Það er alltaf svoldið rölt á manni þegar maður gengur frá tjaldvagninum – svo ég hef nú verið á iði í dag í 2 klst rúmlega í dag. Á morgun er það hjól og sund.

Á þriðjudag er það ganga og hjól og jafnvel bara sund líka. Alltaf gott að synda svolítið eftir að maður hefur gengið. Liðkar mann rosalega.

Miðvikudagur þá er það annað hvort önnur ganga, eða hjól sund. Kannski ég kaupi mér árskort í sundlaugina og stöðina þar. Ekki vitlaust – amk er það mjög ódýrt…. Og ég þarf að fara í styrktarþjálfun massíva fyrir Ingólfsfjall :-).

Síðan er það Borgarfjörður – útilega með fjölskyldunni. Það verður bara gaman skal ég segja ykkur.

En stærsta verkefni næstu 3 daga er að gera þróunarverkefnisskýrsluna – hana verður að klára. Ég geri það bara – já og svo þarf að stússast í Grímsævintýrum svolítið. Meira hvað er mikið að gera og fífla beðið í garðinum bíður bara rólegt… hmmmm en klárt er að það fer ekki híhíhí.

Svo má ekki fyllast hér allt af drasli og dóti ó nei – fuss og svei.

Ég er sko að taka til!

Ég var bara orðin svo sveitt ég varð að hvíla mig! Er sko búin með klósettið, já og setja snúða í hefingu amk deigið sem þeir verða búnir til úr! Nú svo Gekk ég á Mosfell í gær – frábærlega mikil og fín brekka það þó fjallið sé nú ekki hátt blessaður hraunbingurinn. En þetta er yndisleg ganga – var 35 mínútur upp og gat vel gengið niður! Ristin var svolítið að pirra mig en það slapp til allt saman. Núúú, svo að því loknu gerði ég eitthvað og ekki neitt – maður þarf nú að hvíla sig, svo fórum við Páll í Hellishóla og tjölduðum vagninum þar og sváfum í yndislegu veðri, en þar verður vinnustaðaútilegan hans um helgina.

Núúúú, svo keyrði ég hann í vinnuna á Hvollsvelli og fór heim að taka til! Þrífa og gera húsið svooooolítið þrifalegra því ég býst við Ástju Björk í heimsókn á eftir og eiginlega getur enginn komið í mitt hús því þar er mjöööööög mikið drasl! og DRULLA.

En sem sagt – búin að þurrka svitann og farin af stað aftur!

Staðan

Því duglegri sem ég er að blogga því duglegri er ég á öðrum vígstöðvum 🙂

Bara að halda því til haga að ég synti og hjólaði í dag í samtals í um 90 mínútur. Afar glöð með það. Mataræði í gær var innan orkuþarfa – tala nú ekki um þar sem hreyfing var í 30 mínútur umfram viðmið.

Dagurinn í dag hefur enn sem komið er verið góður. Er ekki búin að reikna fyrradaginn út – þarf að gera það á eftir.

Með því að skrifa og telja stig heldur maður sig á beinu brautinni – maður er svo ótrúlega fljótur að fara fram úr leyfilegum stigafjölda ef maður passar sig ekki – en svo er ótrúlega auðvelt að halda sig innan hans þegar maður er komin í takt.

Ég fór til Áslaugar áðan að skrá stigin en hún er svo mikill talna og stigasérfræðingur að það flýtti fyrir og svo er frábært að hitta einhvern sem er að gera það sama og maður sjálfur í þessum efnum. Mjög uppbyggjandi! Nú er þetta sem sagt allt að koma og ég er í bleika kvennahlaupsbolnum mínum ægilega montin af mér – og er að fara að taka til og létta svolítið á lyktinni í húsinu.

Sumarið er tíminn

þar sem maður ræður sér alveg sjálfur! Ég er búin að moka út úr ýmsum skúmaskotum samviskunnar, dökkum krókum og kimum og losa mig við ýmislegt. Þarf svo að fara að vinna í skýrslunni góðu en í dag er eiginlega of gott veður til að standa í einhverjum raunverulegum verkefnum öðrum en lífsstílsbreytingunni endalausu.

Nú þarf ég að fá mér morgunverð, setja á mig ýmsar hlífar og hendast svo af stað á hjólinu – í sund eftir góðan hjólasprett.

Ég er alvarlega að hugsa um að kaupa mér kort í sundlauginni – það er víst oftast opið niðri en ég þori alls ekki í hringstigann – kannski síðar. Ég get því ekki fylgt æfingaáætluninni um að fara í ræktina og svo pottinn – verð því að auka aðeins við hringinn sem ég hjóla og fara svo í pottinn – ekkert að því.

Ég fór í göngum um Snæfoksstaði í gær með Áslaugu og við gengum ekki einu sinni heldur þrisvar upp á Kolgrafarhól svona til þess að láta hartað pumpa sem það og gerði. Ég var bara fín í fótunum og finn ekki fyrir neinu í dag enda var þetta svo sem ekki nema í 45 mínútur en hóllinn var nokkuð kröpp brekka – á meðan á henni stóð :-).

Göngudagarnir eru því orðnir 3 – 1 klst í senn eða svo og ég er ekki frá því að ég sé að komast í ágætist stand með hjólreiðum og sundi að auki. Það er mjög ánægjulegt að finna smá mun á sér aftur og verða eins og ég var orðin í byrjun maí eftir allt badmintonið og blakið. Það var nú meiri fótavinnan.

Beinhimnubólgan er með besta móti og ristin virðist vera til friðs ef ég tek gigtarlyfin. Það er frábært – og ég er búin að skrifa matardagbók í tvo daga sem er líka frábært því á meðan ég geri það ekki þá verður mataræðið ekki í lagi. Mér tókst að láta hrökkbrauðið vera – með ostinum sem ég sá í hyllingum í gærkveldi og fór að sofa vitandi að ég væri pakksödd og þyrfti ekkert á því að halda. það var smá sigur – láta ekki allt eftir sér.

Frábært að finna að ég hef tökin á ný og vitiði það fer mér ekki að hreyfa mig ekki – það veitir mér alltof mikla ánægju til að ég eigi að sleppa því.

Svo er það bara þróunarverkefnisskýrslan – hún þarf að klárast fyrir mánaðarmót. Stefni svellköld á það.

Over and out 🙂

Mörg verkefni framundan

…og útilega, afmæli, útskrift, kvennahlaup að baki! Þetta var bara fínast helgi skal ég segja ykkur.

Mörg verkefni bíða.

Hvunndagsverkin – heimilisstörfin öll – almenn yfirferð í húsinu
svo er hægt að dýpka þau viðfangsefni mikið og fara í skúffur skápa, koppa og kirnur.

Gera þróunarverkefnisskýrslu fyrir mánaðarmót
Koma klára námsskráráfangann hjá Ingvari svo ég verði nú búin með 30 nýjar einingar í haust. Þá er ég komin með fjórðung í master og vonandi ná ég 20 í haust og þá verð ég komin með 50 einingar af 120 – sextíu að ári – þá er ég hálfnuð! Það væri nú gaman! Verður nú gaman.

Svo eru ýmis fjármál sem þarf að vinna með og koma á hreint til að maður sjái til sólar í framtíðinni. Ekkert slæmt útlit með það sem betur fer.

Já það er best að hreiðra um sig í sumarfríinu…. Næg verða svo verkefnin eftir verslunarmannahelgina – fullt að gera!

En smá breyting hefur orðið á – landshornaflakk okkar Páls hefur verið kveðið niður – nú er bara að fara stutt og lítið því hann verður að vinna á meðan vinna er – svo einfalt er það. Sumarfrí eru ekki inni í myndinni.

En nú er best að skella sér í slaginn.

Hjólað og frí

Ég held þetta geti heitið fyrsti sumarfrísdagurinn minn og við Bjartur erum algjörlega heilluð af honum! Hann fór í stuttan sprett með Páli í morgun og grét svo þessi ósköp þegar ég hentist upp á hjólið og lagði af stað í minn hjólatúr. Hann var síðan enn grátandi þegar ég kom til baka um 40 mín síðar eða svo en brosið hefur nú ekki farið af honum síðan því hann liggur út á bletti og fylgist náið með mann og hundalífi í Gagnheiðinni. Snáserinn er kominn og farinn, allir helstu kettir brotthlaupnir og hættir að nenna að stríða honum! Sem sagt rólegheit yfir mínum hundi.

Ég hjólaði um hverfi vinkvenna minna og hélt kannski að fólk tæki daginn snemma og sæti og drykki kaffisopann á pallinum en það var nú öðru nær – ekki líf á nokkrum bæ og ég varð bara að drekka minn Kristal alveg ein :-).

Nú svo er barasta verið að dóla sér – ég hef uppi áform um að baka eins og 1 brauð og kannski pizzusnúða fyrir útilegu sem ég ætla í um helgina, sópa hér gólf og viðra út og hengja upp úr þessari einu þvottavél sem ég á eftir að þvo! Ekki slæmt að vera búin að vinna níður úr þeim haug öllum saman!

Ég er öll í því að einbeita mér að því að koma hreyfingunni í gott stand – gerði vel í gær. Hjóp á eftir Áslaugu tindilfættu – ja eða amk reyndi ég að halda sjálfsvirðingunni og ekki vera dagleið á eftir henni! Við gengum stóra hringinn í Þrastarskógi – afskaplega góð leið – mjúkt undir fót og svolítið hæðótt. Ég fór svo í pottinn og synti svona eins og 200 metra til að ná úr mér mestu strengjunum þannig að ég skilaði hreyfingunni minni í gær upp á 90 mínútur oh yeah – allt að koma! Tjöldun á tjaldvagni og hjólatúrinn í dag skilar mér svo hinu sama!

Þegar þetta allt saman verður komið í fastar skorður og farið að gefa mér þá ánægju sem það alla jafna gerir og allt tal um nennu er rokið út í veður og vind þá veit ég að mataræðið kemur inn – ég ætla ekki að berja á mér fyrir röngu ákvarðanirnar heldur bara fækka þeim.

Þessi líka fína byrjun!

Nú þar sem sumarfríið nálgast óðum er rétt að setja sig í ákveðinn farveg og gera það sem þarf að gera.

Ákveðið hefur verið af hálfu Ingveldar að það verði að koma hreyfingunni í fastar skorður – skipulögð hreyfing og það allt saman.

Ég fór út að hjóla í gærkveldi og ég fór út að hjóla í morgun – sem var afar hressandi og dagurinn er svo miklu betri ef maður paufast aðeins út að sprikla áður en maður fær sér morgunmatinn…. enda var veðrið ekki af verri endanum.

Ég gekk pínulítið frá eftir morgunmatinn – þið heyrið að það heyrir til undantekninga amk þarf sérstaklega að geta þess ;-).

Fór svo með þessi býsn af þvotti út á snúru og hengdi upp! Við Bjartur áttum mikla gæðastund þar – hann að rífast yfir Snásernum stóra sem er alltaf þarna laus að vappa með einhverjum smiðum og Bjartur gerir alvarlega athugasemd við í hvert sinn – þó stóri snáser veki ekki viðlíka viðbjóð og pirring hjá nefndum Bjarti og kettir!

Nú og svo er ég bara komin í vinnuna, búin að gera eina námskrá eða svo og fer svo í Þrastarskóg að ganga á eftir.

Ég fann ekkert fyrir ristinni í gær fyrr en undir kvöld og nú er ég alveg hætt að finna fyrir henni – svo líklega virka gigtarlyfin – það er líka eins og mig minni að þau hafir hjálpað í fyrra og árin þar á undan stundum – oh hvað ég vona að ég geti bara tekið töflu og verkurinn horfið – amk að mestu leyti…

Ég er að hugsa um að kaupa mér kort í sundlauginni á Selfossi – Ragnheiður sem vinnur þar, hjálpar mér fyrstu ferðirnar niður hringstigann :-). Kort í sund og rækt kostar 25 þúsund eða svo – það er nú ekki sérlega mikið því ef ég kaupi kort í Toppsport og fer í sund 5 daga vikunnar þá er mánuðurinn um 10 þús….

En við sjáum til hvernig gengur með stigann – ekki hægt að kaupa sér kort í rækt sem maður þorir svo ekki í!

Híhí

En nú fer ég að vinna – þarf að vera búin að öllu á morgun en þá held ég að sé útilega með Dísu ef hún er nógu hress!