Lífið gengur sinn vanagang

þó ég hafi ekki náð markmiði mínu – 2,5 kg frá því satt að segja. Hef síðan – til þess að leggja áherslu á ósigurinn etið það sem mér sýnist nú um helgina í skjóli þess að vera að læra og vinna ógurlega mikið! Á móti kemur að hreyfingin hefur algjörlega komið inn – meira að segja golf í gærkveldi – heillengi oh yeah. Sund og ganga og allt!

Mogginn er kominn í frí til 15. ágúst hjá okkur og því verður að endurskipuleggja morgunhreyfinguna alveg upp á nýtt.

En nú sit ég úti í skóla og er að byrja á námsmatinu – þe að koma því af mér – því litla sem ég gat gert og hef gert í þessum forfalla vetri mínum.

Ég vann mjög vel við verkefnið í náminu mínu í gær en á um 8 klst hugsa ég eftir + yfirlestur frá einhverjum góðum.

Ég bað um aukafrest – er orðin svo ábyrg að það er rosalegt.

En nú er ég farin að demba mér í vinnu – verð hér til sjö eða í sex klst og svo á morgun allan daginn.

Bestu kveðjur úr Grímsnesinu 🙂

Færðu inn athugasemd