Frábær helgi að baki

Það var frábært hjá mér um helgina – við hittumst bekkjarsysturnar frá Ljósafossi – það var nú meira æðið. Ég hafði vit á því að fara ekki í pottinn og ekki fór ég heldur í göngu enda hálflasin enn. Ég fór síðan í vinnuna í dag en það var starfsdagur. Þetta verður allt í damage control stíl enda svakalegt að missa af tveimur síðustu vikunum. En það er ekkert sem hægt er að gera við því að maður verður hundlasin…

Ég ætla að fara aftur á safakúrinn þó ég hafi nú eyðilagt hann núna um helgina – það getur ekki skaðað að fá sér safa í 3-4 daga, svona eins og ég get. Ég er líka bara að hugsa um að forðast það sem er óhollt og halda mér á strikinu. Ég þarf síðan að taka vel á hreyfingunni á næstu þrjá dagana. Þarf enn að losna við 3 kíló eða svo ;-). Meira hvað maður getur lést lítið og ekki neitt – 2008 stíll að komast á þetta? Nei nei – ég léttist á skyrkúrnum um daginn og nú þegar ég fer aftur að geta hreyft mig þá verður þetta alveg í lagi allt saman. Full bjartsýni – gengur ekkert annað.

Ég verð samt ekki eldri ef ég vigta enn það sama á föstudaginn þegar ég fer á Reykjalund og þegar ég fór þaðan – það væri svakalega leiðinlegt… en það þýðir víst ekki að halda að maður léttist hviss bang… þá væri ég búin að því hugsa ég ;-).

Það eru þrír kennsludagar eftir af skólanum, ég þarf að klára verkefnið í HÍ – en það er löng helgi næst þannig að vonandi næ ég að gera eitt og annað…

Annað er ekki í boði Ingveldur.

Færðu inn athugasemd