Dagur 3

Nú eitthvað er lítið til í ísskápnum af því sem á að fara í drykki dagsins og sumir hugnast konunni lítt þar að auki – hún fékk sér því endurtekinn jógúrtdrykk frá því í gærmorgun og í gærkveldi fékk hún sér melónu kennda við vatn. Gott ef ein kleina slæddist ekki inn fyrir mínar varir líka en hún var mjöööög lítil. Miðað við ástandið á minni þá stundina má teljast algjör heppni að ekki fór stærri biti ofaní blessaða konuna.

Annars eru áhrifin að koma í ljós – ég fer reglulega á klósettið – nokkuð títt meira að segja og skila af mér ýmsum efnum – ég hins vegar léttist nú ekki neitt sem eru algjör undur miðað við hvað ég er að setja ofan í mig en á móti kemur að ég hreyfi mig ekki neitt. Nú er bara að undirbúa helgina vel og borða skynsamlega þá og koma sér í léttar göngur helst tvisvar yfir daginn. Svona ef það verður ekki kalt. Þessi veikindi verða bara að ganga sinn gang og svo hef ég fjóra daga í næstu viku til þess að vera á skyrkúrnum mínum:

Hafragrautur – bláber

ávöxtur og vatn

skyr, banani og jafnvel annar ávöxtur eða gúrka

ávöxtur – eða orkubar eftir aðstæðum

kvöldmatur 300 gr grænmeti og léttmeti eitthvert

Svefn

Þetta skilar mér ótrúlegum árangri – ég reif af mér kíló á viku með þessu eftir páskana – minnst að vísu með mjög mikilli hreyfingu. Það er námsmatsvinna í næstu viku – ég þarf að vinna upp ýmislegt þegar maður er ekki 2 vikur í skólanum eða svo… en ég verð að halda hreyfingunni yfir mér – vigtin á Reykjalundi vomir yfir eins og refsinorn 🙂 og er ég maður eða mús – ætla ég að standa mig – ætla ég að keppast að markmiðinu sem ég hét mér – eða ætla ég bara að gefast upp afþví ég nenni ekki og er viss um að ég geti ekki?

Nei ég ætla að berjast þar til klukkan 10 á föstudag og sætta mig svo við að hafa ekki misst 5,1 kg – því maður vinnur ekki alltaf en hálf ánægjan er að hafa reynt og ekki gefist upp ;-).

Ég er meira að segja búin að virkja og vekja keppnismanneskjuna í mér þannig að þegar Ísland var síðasta umslagið í undanúrslitinum í eurovison þá gat ég glaðst ómumræðilega yfir því – þar sem það var svo gaman að upplifa spennuna og svo ánægjuna af þessu öllu saman – gerði þetta hálfu skemmtilegra!

En ég er miklu skárri af kvefinu -en með dúndrandi hausverk, hósta og endalaust nefrennsli. Svitna ef ég hreyfi mig á milli herbergja þannig að ekki er ég nú orðin góð – en þetta er á réttri leið og mikið er ég fegin.

Ég vonast til þess að geta sest við verkefnið á eftir í smá tíma.

Færðu inn athugasemd