Dagur 2

ja eða eiginlega 1 og hálft en ég læt sem ekkert sé enda borðaði ég bara kál í hádeginu í gær þannig að DAGUR 2 á sjö daga safakúrnum sem ég hugsa nú að verði ekki nema 3 – 4 dagar´hjá mér.

Ég er búin að fá mér gulrótar, appelsínu banana apríkósu drykk í morgun – er að fara að borða graskersfræ og eitthvað þarf ég að drekka af tei líka – ég er nú þegar orðin mjög svöng – 30 mínútum eftir að ég drakk híhí þannig að þetta lítur vel út -eldhúsið er á hvolfi – það fer mjög mikið fyrir einni safapressu og einum blandara sem svona hálf er búið að þrífa.

Hún sem skrifaði bókina mælti með því að maður gerði alla safa dagsins í einu og ég held að það sé hárrétt hjá henni – maður verður geðveikur að gera þetta á 90 mínútna fresti eða svo yfir daginn – fyrir nú utan að þrífa þessa ósköp öll! En ég á engar almennilegar flöskur- ætla að biðja RP um að athuga hvort hún finni eitthvað i Europris – einhverja brúsa en auðvitað væri hægt að demba þessu í hálfslítra flöskur -… já kaupi mér frekar bara trekt – spara og það allt saman…

En sem sagt – þarf að fara að útbúa næsta skammt svo ég verði ekki geðveik úr hungri og deyi kannski bara…

Sama blíðan úti og undanfarna daga – ég hef samt ákveðið að hugsa ekki um það enda ekki í neinu standi til þess að vera úti eða hafa áhuga á því sem gerist fyrir utan mitt nef og háls og haus ;-). Er með hausverk dauðans núna og svo stífluð og ómöguleg að það er ekki fyndið en góðu fréttirnar eru samt þær að ég er að lagast… en það er einingis í mjög smáum skrefum… Ég hlýt að verða fær um að gera eitthvað á morgun… kannski á eftir en nú sé ég eiginlega bara tvöfalt 😉

Færðu inn athugasemd