Það eru ekki bara Íslendingar

…sem eru helteknir af skoðun veraldarinna á þeim! Ég er að horfa á DR og þar snýst fréttatíminn að mestu um það sem Danir gera erlendis 😉 og hvað erlendum þessum finnst um baukið.

Ég er komin með í láni þessa líka fínu safapressu – búin að stinga tveimur eplum í hana og fá út safa! Þannig að nú þarf ekkert annað en heilsu til þess að kaupa inn í kúrinn og byrja! Það skiptir engu máli hvernig hlutirnir bragðast enn sem komið er og þá ekki hvernig þeir lykta :-). Afar mikill kostur sérstaklega ef þetta er vont – sem það lítur nú ekki út fyrir að vera.

Fékk pencilín í dag við skulum sjá hvort ég lagist – hefur heldur hrakað eftir því sem liðið hefur á daginn – fer ekki í vinnu á morgun. Sjáum til með miðvikudaginn!

Færðu inn athugasemd