Spennandi tímar framundan hvort sem það er kvef eður ei – safapressa, ávextir og annað dóterí sett í fljótandi form og dreypt á. Bókin lítur frábærlega út – 7 daga safakúrinn og ég hreinlega sleiki útum þegar ég les sumar uppskriftirnar. Fyrir utan að ég hef svolitlar áhyggjur af hitaeiningunum – þarf að passa að fá nógu margar svoleiðis – en kvefið hefur skilað mér því að ég er með lítinn maga innra með mér – en hef eiginlega bara borðað óhollt 😉
Finn hvorki bragð né lykt þannig að nú snýst þetta allt um texture – merkilegt! Veit samt ef eitthvað er salt – og sæki því mjög í það en það verða safar að einhverju leyti á morgun – ef ég kem einhverjum í búðina fyrir mig 😉