I kid you not

… ég er komin með AÐRA FRUNSU!

Ég er nú eiginlega alveg að gefast upp á þessu ég meina það. Engin húð orðin eftir við nefið – búin að snýta mér svo mikið – vaselín varnar því að nefið detti af mér! Og ég hef álíka mikla einbeitingu og randafluga í þessu verkefni … en er samt komin með grunnmyndina í kollinn…

Er farin að þrífa klósettið – ræð ekki við stærri flöt en það og þarf vísast að leggja mig eftir átökin. Kannski kemur Dísa að horfa á Eurovison á eftir með okkur – það væri nú gaman!

Færðu inn athugasemd