Ég er búin að vera svo lasin að ég þarf alveg hreint að rijfa upp hvenær ég varð svona veik síðast – það er samt kannski ekki lengra síðan en 20 mánuðir – en samt – ég er enn í bælinu eftir að hafa laggst í það á mánudag eftir prófið. Hafi ég haldið að ég væri lasin um síðustu helgi þá þarf ég aðeins að hugsa það upp á nýtt 😉
En bráðum verð ég hraust aftur – ég er skárri núna en ég hef verið í næstum viku svo… en ég verð heima á morgun enda algjörlega ófær um að tala þannig að í mér heyrist – já og kemst svo sem ekki sérlega vel á milli staða heldur nema þá móð og másandi.
Ég er komið með sjö daga safakúrinn – bókina þeas og vantar nú ekkert nema safapressuna. Þetta er rosa sniðug bók – þarna er innkaupalisti sem maður fer bara með í Krónuna og svo getur maður búið til nokkra drykki í einu – tek bara með mér í skólann tilbúina drykki – nú jæja ég hlakka til að prófa þetta – hvort ég hafi ekki áreiðanlega styrkinn til að detoxa svona – ég get samt ekki byrjað fyrr en 20 – og svo kemur helgi inn í þetta þar sem er eitthvað djamm svo þetta er smá vesen… væri best að geta byrjað á sunnudaginn og tekið svo aftur til við kúrinn eftir helgina með stelpunum. En hver svo sem niðurstaðan er í þessu – þá þarf ég að vera búin að missa mörg kíló 29. maí og ég hef ekki etið neitt nema franskt brauð og ís síðustu daga svo ég veit ekki hvort það hefur dugað til að ég léttist ;-).