Facebook búið að drepa bloggið mitt

???

Ja hvað veit maður – hér er bara ekkert að gerast. Ég kem hér með lausn veraldarinnar á þremur auka kílóum – ekki boffs – nema hvað ég er ekki sú eina sem hef gleypt þetta frábæru hugmynd því leitarniðurstöður Google vísa fólki beint inn til mín þegar það slær inn heitið á bókinn og langar til þess að fá upplýsingar um þessa hugmynd sem við elskum öll! Léttast barasta um 3 kíló á nó tæm.

Bókin er til hjá sunnlenska bókakaffinu en ég fór ekki í gær að kaupa hana því ég var svo lasin eftir pórfið í gær að ég skrönglaðist bara heim og vorkenndi mér þessi býsn. Ég ætla hvort sem er ekki að byrja fyrr en á sunnudaginn eftir eurovison borða bara gáfulega þangað til.

Mataræðið var ekki í lagi í kringum námið – ég fæ óviðráðanalega löngun til að eta eitthvað gott þegar ég er að læra – alveg makalaust – og eitthvað gott hefur ekki verið blómkál og brokkolí undanfarið. Hið eina góða sem ég hef um það mál að segja er að ég hef ekki borðað endalaust af því… en ég fer nú bara aftur í að borða skynsamlega. Skyr í hádeginu og mikið af ávöxtum.

En sem sagt nú er bara að láta sér batna og mæta hress í vinnu á morgun eða fimmtudag.

Ég er svo sem ekki alveg ónýt heldur bara með hálsbólgu og slöpp. Panodil verkar vel – svefn minna því það er vont að liggja útaf.

En þetta er allt að koma….

Færðu inn athugasemd