Próflestur

Jæja þá er ég alveg að verða búin að telja mér trú um að ég þurfi ekkert að læra fyrir prófið. Ég er nú búin að lesa bókina – sem þykir nú gott.

Prófið er nú ekki nema 40% af áfanganum, verkefnin eru 15 og 25% (seinna verkefnið hjá mér er líklega svona 100 sinnum meiri vinna en prófið en skítt með það…). Vinnuframlag og svoleiðis 20% ég held ég nái því nú alveg.

Nú svo eru krossaspurningarnar 40% af prófinu – ja amk ekki meira og þær eru nú erfiðastar því ég er mjög leiðinleg í þeim en ég hlýt að vita eitthvað af þeim og svo get ég þá gruflað mig í gegnum gögnin sem má hafa með í seinni hlutanum.

Ég þarf aðeins að skerpa á þessum hugtökum í kringum samræmdu prófin heitin á þeim og svona en annars er ég bara að verða góð :-).

Er þetta ekki sannfærandi hjá mér? Maður má nú ekki slíta sér út við þetta kvefaður eins og maður er og svona.

sigh

Færðu inn athugasemd