Inga að lesa

um réttmæti og áreiðanleiki. Réttmæti er það sem við viljum helst fá út úr prófunum okkar – þau sýni hvað af því sem kennt hefur verið, nemandi hefur lært. Áreiðanleiki er afar æskilegur einnig – þ.e. stendur það fyrir sínu þó það sé tekið af öðrum hóp? Síðar? Við aðrar aðstæður?

Vigt getur t.d. verið óréttmæt því hún sýnir alltaf of lítið – en hún sýnir alltaf 1,5 kg of lítið þannig að áreiðanleiki hennar er ágætur. Ef við hins vegar vitum að áreiðanleikinn er ágætur getum við nýtt okkur vigtina en verðum að vera meðvituð um að réttmæti hennar er lítið eða takmarkað.

Við viljum að sjálfsögðu að prófin okkar séu að prófa það sem þau eiga að prófa. Áreiðanleiki snýr að tölfræði – stöðugleika niðurstaðnanna. Réttmæið snýr hins vegar að því hvort prófið sýni það sem það á að sýna.

Nú þetta er sem sagt samantekt um þetta. Ég er nefnilega að lesa og reyna að læra það um leið. Sumt af þessu kann maður svo ágætlega en hugtökin eru svoldið á flökti – svona eins og hægri og vinstri – þarf gjarnan að hugsa um það t.d. að ég á að stíga fram í hægri og hreyfa mig til með þeirri vinstri í blakinu – og óó hvor er nú hvað 😉

Nú annað atriði úr þessum köflum sem ég hef verið að lesa eru tegundir prófa.

Annars vegar eru próf sem eru objective – hlutlæg – spurningar sem gefa ekkert svigrúm heldur svörin eru einungis rétt eða röng dæmi um slíkt eru krossspurningar, pörun, eyðufyllingar og slíkt. Þessar spurningar kanna kunnáttu.

Síðan eru hin performance – þar sem opna er fyrir að nemandi geti beitt þekkingu sinni, lagt mat á skilning, greiningu og dregið ályktanir og lagt mat á það sem þeir þekkja. – Ekki þarf þó allt þetta að vera undir en þykir æskilegt.

Prófin geta því verið hlutlæg og yfir það að vera huglæg.

Þessi atriði snúa mikið að prófum og ekki erum við nú öll sammála um þau – en óumdeilanlegt er nú að þau sýni eitt og annað sem gaman er að vita – og einhvern veginn verðum við að hafa traustan grunn á leiðsangarmatinu okkar því niðurstaða úr prófi þarf ekki endilega að vera einkunn.

En það er svo allt önnur Ella 🙂 Þetta var sem sagt yfirlit yfir kafla 4 – 5 og jafnvel sex – frekar leiðinlegir kaflar því mér leiðist svona nákvæmnistal :-). En verður að vera með og það sem ég þarf að læra hve best fyrir prófið. Nú er að fara að líta á glósurnar með þessum köflum og sjá hvort ég sé að hitta á þetta. Hrista af sér kvefið, aumingjaskapinn, þörfina að vera ALLTAF að éta þegar ég er að læra og haga mér eins og eitthvað annað en vælukjói.

Hugsa svo jafnvel svolítið um Þingeyri…

Færðu inn athugasemd