Sunnudagur til sóknar

Jæja þá er ég búin að afgreiða að vera þreytt og löt og vonandi dugar sú törn mér nú þegar klukkan er að verða 10. Það veitir nefnilega ekki af að blása til sóknar og skella sér í að læra. Spurningin er bara hvort ég ætti að lesa í bókinni – á ansi marga kafla eftir þar – prófið er 12. maí. Annars lítur þetta aðeins betur úr – fermingastúlkuhittingurinn sem átti að vera helgina 10. hefur verið færður sem betur fer og þá get ég nýtt þá helgi til náms. En allt tekur þetta tíma… Verkefnið er nokuð viðamikið og það að finna heimildir og slíkt tekur alltaf meiri tíma – svo ekki sé nú minnst á þetta blessaða apa kerfi sem ætlar mig alveg lifandi að drepa – meira hvað mér leiðist svona heimildaskráning – er líka ótrúlega eitthvað lítið fyrir svoleiðis en ekki gengur nú að hugsa svoleiðis núna. Það þarf að kíla á þetta og haga sér eins og manneskja.

Ég hef nú ekki hugsað um margt annað en námsmat og einhverja réttlætingu á því hvers vegna mér finnst það sem mér finnst um það í ansi mörg ár svo nú er bara að koma því á blað.

Ég er búin að útbúa spurningalistana fyrir verkefnið og outcome sér um að taka saman niðurstöðurnar úr því – sparar mikla vinnu en gefur miklar upplýsingar sem hægt er að líta til þegar næstu skref verða tekin.

Já já þetta er ljómandi skemmtilegt.

Vandinn er kannski sá að losa sig við eins og 2 kg fyrir þriðjudag sérstaklega afþví ég borðaði 15 karamellur í gær…. það eru um 12 stig….

Sigh…

Stundum verð ég aðeins uppgefin á sjálfri mér.

Færðu inn athugasemd