Fór til tannlæknis í dag! Það er held ég alveg fullreynt að það virkar ekki að fara ekki með mínar tennur og tannhirðu fortíðar og nútíðar….
Það var ekki mjög slæmt og ég fer aftur í næstu viku og þá verður vonandi búið að laga það sem allra verst er farið, ohyeah.
Svo af því ég á svoldið bágt þá velti ég því fyrir mér hvort ég ætti að fá mér svona óhollustu eða hinsegin óhollustu….
rámar svo í eitthvað tal um skyr og banana…
…en hljómar gríðarlega óspennandi þegar maður á svona bágt.
En skyr og banani it is – því ég held ég sé heldur ekki fær um mikið flóknara fæði en mauk…
Ingveldur þú heldur þig við beinu brautina góan 😉
Fór á hjólinu í morgun í miklu roki og rirningu 1300 hitaeiningar þar – ekki slæmt! Dj… góð á hjólinu.
Og nú er bara að ákveða daginn til að hjóla uppeftir í vinnuna einhvern morguninn.