
…ekki gengur lengur að hamra hausnum við grjótið…
Ég hef bætt á mig allnokkrum kílóum – gerðist á einni helgi og ekki hefur mér tekist að losa mig við þau. Ég held að nú sé nóg að gert í því að vorkenna sér þennan verkinn eða hinn og nú skal haldið á kílóaafveiðar.
Svoldið strembið næstu 4 dagana en þá skal haldið sjó og svo skal þeim kastar frá borði frá og með mánudeginum – smágrammadráp ef ekki vill betur – saman verða grömmin að kílóum. ÉG nenni heldur ekki að vorkenna mér lengur – nú hlýtur upprisan að vera handan við hornið…
Ég er frábær í fótunum og ég ætla að nýta mér það. Nú er sundtíminn að renna upp, hjólreiðar (fékk ótrúlega góa spelku eða hvað þetta heitir um úlnliðinn sem varnar því að ég finni mikið til þegar ég hjóla) verða stundaðar alveg galið.
Gaman að því. 90 mínútur á dag er forsenda þess að ég léttist og amk 500 grömm af grænmeti sömuleiðis. Engir galdrar – bara vinna.