Orð vikunnar er ÞÁ?!? með hæfilegum þunga, hneykslan og fordæmingu – Þá er sem sagt ao í þessu tilfelli – Dásamlegt hvað eitt orð og hljóð sem fylgja því geta vakið mikil viðbröð.
Samtal í sjúkraþjálfun:
,,Hvenær ferður á Reykjalund næst?“
,,Hmmmm…. 29 mai held ég… Oh my god ég verð að vera búin að léttast eitthvað þá!“
Og kemur þá ekki gullkornið!
,,ÞÁ!!!???!!! „ Með öllum þeim þunga sem sjúkraþjálfarinn mis-geðgóði átti í sinni þind… Hneykslan, fordæmingu og undrun!
Og viti menn, ég barasta skildi að líklega væri það núna sem aðgerðir ættu að eiga sér stað – ekki þá! Ekki eftir neinu að bíða. Og viti menn mín farin að léttast og þessi fína tala komin á vigtina. Nú er bara að springa ekki á limminu að viku liðinni eins og stundum og halda út mánuðum saman! Því þetta snýst ekki um það sem maður borðar einstaka sinnum heldur það sem maður setur ofan í sig alltaf hreint- venjulega heimilshaldið.
En ég á sem sagt stjörnuleik í hreyfingu og mataræði og er alsæl.
Mánudagur – æfing fyrir axlir og brennsla í 30 mín, auk 30 mín í blaðburði.
Þriðjudagur – ég fer í badminton hér á eftir í amk klst – blaðburður í erfiðu færi.
miðvikudagur – hvíld nema blaðburður
Fimmtudagur – mössuð blakæfing og 200 m stund
Föstudagur – lyfta og brennsla auk blaðburðar ef ég er ekki of slæm í fótunum – alltaf svoldið mikið slæm eftir blak og vikuna.
Laugardagur – blaðburður tvisvar
Sunnudagur – sund ef vill.