Ótrúleg pæja!

Nú styttist óðum í takmarkið – ég hef opinberlega lést um 4,3 kg síðan á Reykjalundi 13. febrúar. Nú svo á ég áreiðanlega eftir að rokka þetta upp og niður og aðallega upp og taka svo aftur skell niður eins og venjan er að verða núna. Nú tek ég bara lægstu tölu og stick to it og viti menn á svona viku 10 daga fresti eru farin svona 500 – 800 grömm – alveg hreint eins og þetta á að vera :-).

Ég er ekki bara glöð og ánægð – ég er svo þakklát. Man einhver eftir 2008? Já þá léttist mín nú ekki mikið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Úff púff….

En annars er ég að fara í blak – mér finnst það ótrúlega skemmtilegt en ég er nú ekki sérlega góð í því – og ekki er ég betri þegar lappirnar á mér láta eins og þær láta um þessar mundir. En ein góð verkjatafla hjálpar kannski til -ég ætla svo að synda í nokkrar mínútur á eftir – það er svo assgoti gott og hressandi. – Liðkandi.

2009 er ég að verða búin að léttast um 11 kíló! Ekki slæmt! Og aftur verður mér hugsað til 2008. Jibbí

Og áfram ætla ég að vera dugleg að halda matardagbók því án hennar er ég bara hreint ekki neitt!

5 athugasemdir á “Ótrúleg pæja!

  1. Ég þekki þig ekki neitt en hef fylgst með blogginu þínu og langaði bara að segja að ég dáist að dugnaðinum í þér 🙂

    Líkar við

  2. Vá þetta er bara æðislegt hjá þér dugnaðarforkur.Er að verða búin að ná í allar skvísurnar. Læt þig vita með dagsetninguna 🙂Kv Haddý Jóna

    Líkar við

  3. sammála öllum hér á undan – þetta er aldeilis frábært hjá þér. Þið Haddý eruð orðnar fyrirmyndir mínar í hreyfingu 😉knús Erla

    Líkar við

Færðu inn athugasemd