Maður verður að horfast í augu við þetta! Ferlegur dagur! Og í gær var það nú ekki mikið betra, ég borðaði 41 af þeim 42 stigum sem ég mátti borða. Ég átti að borða 32 stig sem sagt til að léttast um 800 gr pr viku – og hreyfa mig í 40 mínútur. Eina huggunin er að ég hreyfði mig í 120 mínútur í massa aktion – því blakæfingin var alveg stórskostlega skemmtileg og mikil hreyfing. Ég er orðin miklu liprar en ég var.
Nú svo kemur dagurinn í dag og ég svo sem er ekki byrjuð að skandilisera en mikið langar mig að fá mér nammi, smjör, osta já nefndu það bara. Og það getur vel verið að ég geri það – enda gerist þetta stundum en ég ætla að reyna að takmarka tjónið og fá mér allra síst nammi!
Svona er þetta stundum – og þá er að minnka skaðann sem allra mest.
…og svona er þetta með úthaldið – það dugir í svona eins og 10 daga og þá bamm – en nú er þetta ekki svoleiðis. Ég finn hvatningu um allt og sé markmiðið koma út úr myrkrinu – og ég hef trú á því.
Ég fór í heilun í dag – eða eitthvað svei mér þá…. Mjööööööööög merkilegt. Er enn með þessa einkennulegu tilfinningu hægra megin í höfðinu…
Ég held þetta séu galdrar svei mér þá!