Lús í krús hitti mús

…nema hvað ég sá rottu-unga í morgun auj…. Blaðuburður er sko ekkert kid stuff! Hroll hroll hroll…

sko:

Kea skyrdrykkur
finn crisp 1 stk
1 msk 6% smurostur
Gulrætur

í hádegismat hljómar nú ekki svo illa er það? Frekar svona bara heilsusamlegt! Nei nei í þessum krílaskammti sem dugir manni svona í 2 klst í mesta lagi eru 7 stig! Í öllum kvöldmatnum mínum voru svona 7 stig! Fuss og svei

meira hvað ekki neitt getur talið mikið!

Eins gott að halda þessu til haga ég segi nú ekki annað!

Og þegar ég verð búin að fá mér orkubitann sem ég er að fara að borða þá er ég búin að borða 17 stig í dag! En það er svo bara eins og það á að vera þannig lagað – en bara mér finnst einhvern veginn eins og hádegismaturinn hafi ekki verið neitt neitt!

En sem sagt – ég er farin í blak – ég var skotfljót í blaðburðinum í morgun en ég á erfitt með að vakna – er ferlega syfjuð enda fer ég aðeins of seint að sofa miðað við að vakna klukkan 5:30 og vera sífellt á salerninu um nætur.

1 athugasemd á “Lús í krús hitti mús

Færðu inn athugasemd