Jæja nú er lífsstílsbreytingin mín orðin 3 ára og hreyfingarafmælið verður sömuleiðis þriggja ára í lok apríl. Spurning um að halda partý ;-). Á þessum þremur árum hefur margt gerst og margt hef ég upplifað og reynt. Og loksins loksins er mér að skiljast að já í raun og veru er 80% af því sem gerist í lífsstílsbreytingu tengt mataræði. Og reyndar held ég að það sé þannig hjá mér að annað hvort verður mataræðið að vera í 95% lagi eða ég bara hreinlega léttist ekki. Ég verð að hafa hlutina í mjög föstum skortum en það er í lagi að gera eitthvað af sér í 1 – 2 í viku – það hefur svo sem ekki úrslitaráhrif. Hins vegar hefur daglegt ráðslag það – algjör úrslitaráhrif.
Um leið og þetta allt saman er sagt þá er það klárt að ekkert myndi gerast hjá mér – hvað þá haldast ef ég ekki væri í hreyfingunni. Líkami minn er í býsna góðu standi miðað við kílóin mín og verki hér og þar því ég hef hreyft mig linnulítið í þrjú ár. Ég held ég sé líka öðruvísi í laginu en ef ég hefði ekki æft – beinni í baki og slíkt.
Það gengur mjög vel að borða skynsamlega og síðan á föstudag hef ég ekki borðað fleiri stig en ég má – 32 stig sem er um 1600 hitaeiningar. Orkuþörf mín er 42 stig sem eru um 2100 hitaeiningar. Með því að borða þessi 32 stig og hreyfa mig 5 daga vikunnar í 40 – 60 mínútur þá á ég að léttast um 800 grömm. Ég sá tölu á vigtinni í gærmorgun – sem er hinn opinberi vigtunardagur – þriðjudagur, fyrir morgunmat – sem ég minnist þess ekki að hafa séð – ég stefni óðum að því að vera svipað þung og þegar Ragnheiður mín kom til sögunnar.
Ég á 3 kíló eftir í það að ná markmiði mínu sem ég átti að ná í júlí. Ég hef sem sagt lést um 2 kíló síðan á Reykjalundi klárlega upp á punkt og prik vona ég ;-). Og finnst ykkur þá ekki bara að mín eigi að losna við önnur tvö næstu fimm vikurnar? Júmm það finnst mér og ekkert kjaftæði með það – því! VÍST GET ÉG LÉST ÞVÍ ÉG BORÐA RÉTT OG HREYFI MIG. Og mín er sko ekkert að borða rétt svona næstum því – ó nei hún svoleiðis massar þetta – matardagbókin eltir mig í skólann og stigabókin með – og allt reiknað út eftir kúnstarinnar reglum. Niðurstaðan hefur verið hagstæð og ég hef verið undir stigafjöldanum mínum nema í gær – þá var ég mjög nálægt þeim. Á kvöldin er síðan dagurinn gerður upp og ég fyllist þvílíkri sælu yfir dugnaðinum – alveg eins og ég hef fyllst sælu yfir því þegar ég tek vel á hreyfingunni.
Fiskur í kvöld og ég veit meira að segja hvernig ég ætla að elda hann!
Það er gaman að vera á beinu brautinni – en það koma beygjur, hallar og þverhnípi – maður bara prílar aftur upp ef maður dettur út af þessu eingirni 😀
Vá frábært. 2 kíló eftir Reykjalund. Það er glæsilegt og meira en það. Hlakka til að sjá þig svo þegar við píurnar hittumst í vor >Go girl;)>Kv Haddý Jóna
Líkar viðLíkar við