Sund í dag og kommóða

Nú eru sko stórir hlutir að gerast – Ingveldur fór að synda – sem er afar mikilvægt því ég ætlaði að gera það! Ég synti í alveg í 45 mínútur sem er vel af sér vikið barasta – eina vandamálið við þetta sund mitt er að eftir 30 mínútur þá verður mér svo ógeðslega kalt – þetta gerðist líka um daginn í Borgarnesi þegar ég synti þar – það er eiginlega hrykalegt að synda svo hægt að maður nær ekki að halda á sér hita! Eiginlega skammarlegt – og ætli það sé y í hrikalegt – hmmmmm….

nú og svo er hirsluinnkaupaskylda á þessu heimili – ég hef ákveðið að það gengur bara ekki að ég eigi ekkert undir dótið mitt og hafi enga vinnuaðstöðu – nú er því verið að setja saman kommóðu sem konan keypti sér fyrir heilar 8 þúsund krónur – skrítið að hafa beðið með þetta í 20 ár eða svo! Næsta mánuð verður síðan keypt hvít Billy hilla með hurðum. Það er sko alveg ákveðið

Svoldið leiðinlegt – ég þarf að fara til tannlæknis og ég get sagt ykkur að ekkert óttast ég meira en fara til tannlæknis! Ekkert – ekki einu sinni Vattanesskriðu…

En sem sagt bara svo það sé til á blaði – er að drepast í ristinni hægra megin – ofar en vanalega og get mig ekki hrært nema á parkódin forte – en ég gat alveg synt það er bara þunginn af sjálfri mér sem ég þoli ekki…. híhí – þarf sem sagt að léttast!

Annars var ég að hugsa ég er búin að vera 140 – 144 kíló endalaust – í ár eða svo – og svo allt í einu skyndilega stendur á vigtinni 133 kíló og hversu gasaleg sem sú tala er þá er hún mjög ókunnugleg og þegar ég er að skrá þetta í motionsdagbog.dk þá er ég alltaf að skrá vitlausa tölu því ég er svo óvön að skrifa 13 og eitthvað ;-). Gasalega tala og allt það en engu að síður annað en 16 og eitthvað…

Mér finnst eins og ég sé komin 2 skref eftir einstiginu…

Og ég fór í Bónus og keypti fullt af hollu og góðu – og mat handa mér í hádeginu líka. Nú er lífið að komast í fastar skorður – vona ég….

Færðu inn athugasemd