Góður dagur oh yeah

Jæja elskurnar nú er að baki ágætur mánudagur. Æfingar, leikmunagerð, blaðburður, sund og mataræði upp á 10 að baki í dag! Mánudagar eru hreinlega að verða mínir uppáhaldsdagar. Ég er lang best mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga – þá er ég bara í lagi. Svo gerist eitthvað spes á fimmtudagskvöldum eftir blakið og svo eru helgarnar aðeins verri en ekki alslæmar því ég á bara 1,6 kíló í júlí markmiðið mitt!

Hugsið ykkur blessunina að léttast barasta um 11 kíló á þremur mánuðum – ég sem léttist ekki neitt í HEILT Í ÁR – það er munur á. Þá er ég búin að missa 37 kíló í allt. Jamm það er nú ekki svo lítið og í þau þrjú ár sem þetta hefur varað þá hef ég aldrei þyngst. 36 mánúðir – 1 kg á mánuði. 250 grömm á viku að jafnaði – þó svo ég hafi ekkert lést þetta endemis ár 2008. En þetta er allt saman nám. Það sem drepur mann ekki styrkir mann ;-).

Hafið það gott og pælið í því hve dagurinn hefur lengst!

Sko…

Það eru svoldið mörg járn í eldinum….

Krakkarnir þurfa að æfa leikritið og kunna það… Smá brekka í því verð ég að segja en snertir mig svo sem ekki mikið nema vegna þess að ég þarf að hafa áhyggjur af því að þau geri það ekki ;-).

Aðeins þarf nú að búa til leikmuni…

Nú svo þarf að hafa svolítið samviskubit yfir öllu því sem ég ætti hafa gert um helgina en geri ekki. Svona varðandi hreyfingu og mataræði. Ég hef borðað alltof mikið undanfarið það er alveg klárt.

Svo hef ég nú ekki verið að hreyfa mig sérlega mikið en hvílt mig þeim mun meira. Og ekki veitir af.

Ægilega þreytt alltaf.

Fyrsta keppnin í F1

Ástralíukappaksturinn ummmm það er eitthvað alveg spes við hann. Þá opnast f1 bókin og það veit einhvern veginn enginn hver skrifar hana eða hvað ræður ferðinni við val á kaflaheitum!

Juuuuu hvað þetta er skáldlegt enda ræsingin næstum ljóðræn. Ég er gjörsamlega að drepast úr stressi alltaf – það er sama hver er fremstur, hvort minn maður – sem ég veit nú eiginlega aldrei hver er orðið, er fremstur eða aftar – spennan er slík að ég fæ herping í magann, þarf að pissa 5 mín fresti (sem er mjög leiðinlegt í upphafi keppni því þarf jú að horfa stíft fyrstu mínúturnar.

Það er allt á hvolfi – ferrari aftarlega en mclaren enn aftar! Brawn strákarnir bara fyrstir og samt þyngstir – með dreifi sem er engu líkur – og það fyrirbæri aftan á bílnum skiptir nú engu smá máli – dreifirinn er kannski svolítið eins og utanborðsmótor.

Í ár er allt nýtt – bílar, dekk og hvur veit hvað. Ég er eiginlega alveg ringluð og veit ekki neitt – en ég veit að þarf að vinna sjúkra þetta árið í liðsstjóranum – og Pál líka náttúrulega. Hrmpf…

Nýju reglurnar í F1
Myndir frá Ástralíu

Annað sem á eftir að segja frá – mörg stig í matardagbókinni – helgarnar erfiðar. Heilunartími í gær og líða neftir það! Námið mitt og fleira sem er í mauki en ég ætla ekki að taka það nærri mér. Ég á að horfa á áreitin virða þau fyrir mér og horfa á þau fara fram hjá mér – ekki taka þau inn á mig! Þekki það afskaplega vel þetta með að taka ekki inn á sig!

En nú er það upphitunarhringurinn!

Ótrúleg pæja!

Nú styttist óðum í takmarkið – ég hef opinberlega lést um 4,3 kg síðan á Reykjalundi 13. febrúar. Nú svo á ég áreiðanlega eftir að rokka þetta upp og niður og aðallega upp og taka svo aftur skell niður eins og venjan er að verða núna. Nú tek ég bara lægstu tölu og stick to it og viti menn á svona viku 10 daga fresti eru farin svona 500 – 800 grömm – alveg hreint eins og þetta á að vera :-).

Ég er ekki bara glöð og ánægð – ég er svo þakklát. Man einhver eftir 2008? Já þá léttist mín nú ekki mikið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Úff púff….

En annars er ég að fara í blak – mér finnst það ótrúlega skemmtilegt en ég er nú ekki sérlega góð í því – og ekki er ég betri þegar lappirnar á mér láta eins og þær láta um þessar mundir. En ein góð verkjatafla hjálpar kannski til -ég ætla svo að synda í nokkrar mínútur á eftir – það er svo assgoti gott og hressandi. – Liðkandi.

2009 er ég að verða búin að léttast um 11 kíló! Ekki slæmt! Og aftur verður mér hugsað til 2008. Jibbí

Og áfram ætla ég að vera dugleg að halda matardagbók því án hennar er ég bara hreint ekki neitt!

Já sæll

Púls svona um og undir 50 – 104 í badminton er ekki neitt sem er eðlilegt í mínu tilfelli I tell you! Svona eins og 20 slögum minna en í meðlári! Og fyrir vikið er ég svo þreytt og úthldslítil og næ ekki neinum sprengikrafti. Ég er annars búin að sjúkdómsgreina mig – vanvirkur skaldkirtill er málið alveg þangað til blóðrannsókn segir annað. Öll einkenni nema handadoði passa! Slím og kuldi óreglulegur tíðarhringur og ég fer meira að segja ekki á klósettið að gera númer 2 nem eeeeeeendrum og sinnum! Gaman fyrir ykkur að vita það ;-).

Annars gengur ágætleg að halda matardagbók – fyrir utan laugardag og sunnudag. Ég hef ekki farið fram úr 32 stigum og jafnvel verið undir þeim – þannig að nú er ég að halda áfram en ekki velta mér upp úr helginni.

Ég er aftur orðin alveg afleit í fótunum og skrokknum almennt (sem sko passar vel við sjúkdómsgreininguna mína) – alveg afleit. Og svo ofboðslega þreytt! ERfitt að vakna, erfitt að vinna, erfitt að ganga með blöðin – allt svoldið erfitt eitthvað.

Skil þetta bara ekki – eins og ég var hress hérna einhvern tímann í nokkra daga…

svoldið spæld. Kannski verð ég betri einhvern tímann…

Þá!

best að rifja upp tóninn og ÞÁ!

en sem sagt eftir að vera nokkuð þyngri en 1 kg planið í mínus fyrir þessa viku gerði ráð fyrir þá er rétt að bíta í skjaldarrendur og herða sultarólina.

Í dag hef ég borðað hafragraut 3 hrökkbrauðssneiðar, 1 bruðu, ost 1 sneið, 1 msk 6% léttost, 1 frú tínu, 1 gúrku rúmlega, 1 appelsínu, 1 epli. Jamm…

Það verður óhollt í matnum hjá mér í kvöld íslenskur heimilismatur en það verður mikið grænmeti svo það bætir það upp og mér sýnist ég eiga nokkur stig. Er líklega ekki búin að borða nema svona 10 stig eða svo

Sunnudagur, handbolti og handrit

Jæja ekki hafa nú verið unnið stórafrek þessa helgina – nema hvað vinnaðstaðan mín er nú að fæðast hér í geymslunni. Hér sit ég amk með nettengda tölvu í vegg 😉 þannig að hún er heldur hraðari en þegar hún er á þráðlausa netinu, að vísu vantar í hana allt vit – en ég reyni að bera mig mannalega. Hún fór í viðgerð blessunin og þar þurrkaðist allt út sem ég var með á heimaprófílnum mínum en ég er nú að reyna að vona að ég lifi það af en verst er með námið mitt. Það fauk eiginlega allt út í veður og vind. Þar einhvern veginn að safna mér saman í huganum…

Fyrir ári síðan vorum við á heimleið frá Bandaríkjunum. Fyrir ári síðan voru páskarnir búnir… Fyrir ári síðan var Jón sprelllifandi…

En aftur að Ingu óstöðugu. Ég bara tek svona sveiflur og það er eins gott að horfast í augu við þær og reyna að ná þeim niður eins fljótt og auðið er því ekki ræð ég við að berjast við þær til langframa.

Ég lét því undan sælgætislönguninni og fékk mér lakkrís og súkkulaði. Hvorugt var jafn ljúffengt og mig minnti og áhrifin voru hreint ekki svo stórkostleg. En gott samt ;-).

Mataræði hefur ekki verið mælt sem skyldi síðan á föstudag og eitt og annað ratað í minn maga sem betur hefði verið kyrrt á borði en góðu fréttirnar eru þær að þetta ástand varir ekki mikið lengur og ég er að ná stjórn á þessu – þó ekki hömluleysi en svona ónákvæmni svolítið.

Hreyfing hefur verið með minna móti þar sem ég tel mér trú um að ég þurfi að vera hér við að skrifa handrit fyrir árshátíðina… gæti samt alveg gert eitthvað en ég hef svo lítinn tíma og 2 klst sundferð eða ganga myndi vera alltof mikil áreynsla og það er kominn snjór svo ekki fer ég út að hjóla….

En ég klára handritið – ég fer á landsleik í handbolta Ísland Eistland og ég borða 200 meira grænmeti en í gær en þá borðaði ég 300 gr hið minnsta – svo þetta er ekki alslæmt!

Syfjuð og að skandilisera

Nenni ekki að læra og gera verkefnið sem ég á að skrifa í dag enda kemst ég ekki í nein skjöl og kann ekki lykiorðið mitt eða neitt og tölvan mín með öllu mínu viti ekki alveg með sjálfri sér. En ég stefni á að redda þessu!

Nú svo er það leikritið ekki gengur nú mikið betur með það – en ég skal nú koma því af mér einhvern veginn…

Og svo þarf ég að fara á handboltaleik á morgun landsleik.

Mataræðið gengur illa. Ég borða of mikið fimmtudag og föstudag og ég veit ekki alveg hvernig dagurinn í dag lítur út – vonandi bara sæmilega! En þá er bara að vinda ofan af sér og skella sér í slaginn á ný.

Ég svaf ekkert í nótt og því ákaflega syfjuð …

En góðu fréttirnar eru þær að ég er búin að útbúa mér þessa líka fínu vinnuaðstöðu í geymslunni, með ljós fyrir ofan skrifborðið, hillur fullar af mínu dóti og tvær kommóður með handavinnunni. Á veggjum er alls konar dóterí sem er til þess ætlað að láta mér líða vel og ég er ekki frá því að það virki auk þess sem hér eru myndir af honum Nóna – ég held hann hafi nóg að sýsla þar sem hann er… Það er einhvern veginn tilfinningin…

En sem sagt – er það koddinn?

Ussss

Maður verður að horfast í augu við þetta!  Ferlegur dagur!  Og í gær var það nú ekki mikið betra, ég borðaði 41 af þeim 42 stigum sem ég mátti borða.  Ég átti að borða 32 stig sem sagt til að léttast um 800 gr pr viku – og hreyfa mig í 40  mínútur.  Eina huggunin er að ég hreyfði mig í 120 mínútur í massa aktion – því blakæfingin var alveg stórskostlega skemmtileg og mikil hreyfing.  Ég er orðin miklu liprar en ég var.

Nú svo kemur dagurinn í dag og ég svo sem er ekki byrjuð að skandilisera en mikið langar mig að fá mér nammi, smjör, osta já nefndu það bara.  Og það getur vel verið að ég geri það – enda gerist þetta stundum en ég ætla að reyna að takmarka tjónið og fá mér allra síst nammi!

Svona er þetta stundum – og þá er að minnka skaðann sem allra mest.

…og svona er þetta með úthaldið – það dugir í svona eins og 10 daga og þá bamm – en nú er þetta ekki svoleiðis.  Ég finn hvatningu um allt og sé markmiðið koma út úr myrkrinu – og ég hef trú á því.

Ég fór í heilun í dag – eða eitthvað svei mér þá….  Mjööööööööög merkilegt.  Er enn með þessa einkennulegu tilfinningu hægra megin í höfðinu…

Ég held þetta séu galdrar svei mér þá!

Lús í krús hitti mús

…nema hvað ég sá rottu-unga í morgun auj…. Blaðuburður er sko ekkert kid stuff! Hroll hroll hroll…

sko:

Kea skyrdrykkur
finn crisp 1 stk
1 msk 6% smurostur
Gulrætur

í hádegismat hljómar nú ekki svo illa er það? Frekar svona bara heilsusamlegt! Nei nei í þessum krílaskammti sem dugir manni svona í 2 klst í mesta lagi eru 7 stig! Í öllum kvöldmatnum mínum voru svona 7 stig! Fuss og svei

meira hvað ekki neitt getur talið mikið!

Eins gott að halda þessu til haga ég segi nú ekki annað!

Og þegar ég verð búin að fá mér orkubitann sem ég er að fara að borða þá er ég búin að borða 17 stig í dag! En það er svo bara eins og það á að vera þannig lagað – en bara mér finnst einhvern veginn eins og hádegismaturinn hafi ekki verið neitt neitt!

En sem sagt – ég er farin í blak – ég var skotfljót í blaðburðinum í morgun en ég á erfitt með að vakna – er ferlega syfjuð enda fer ég aðeins of seint að sofa miðað við að vakna klukkan 5:30 og vera sífellt á salerninu um nætur.