Komin heim

…og strax ekki að nenna í ræktina! Og það er svoooo miklu meira vesen að fara í sund hér en á Reykjalundi. Þar var maður alltaf að sniglast í kringum sundlaugina og datt ofan í hana og var búin að synda 1000 metrana eða svo áður en við var litið! En hér þarf maður að gera allskonar áður en ofan í sundlaugina er komið!

Núna ætti ég sem sagt að vera í Styrk að lyfta en því nenni ég nú alls ekki – frekar að ég fari í sund. En svo væri hin leiðin að eiga bara frí og njóta þess í dag – og skella sér svo á laugardag og sunnudag í staðinn.

—xx—xx—xx—

Uss fuss löt er konan en það þýðir þá ekki að vera latur á morgun onei.

Úff ég skar mig í puttann og það er mjöööög vont að pikka ó my god….

Ég þoli ekki hvað ég er mikil títla ;-). Ósýnilegur skurður úff púff og ég að væla.

En sem sagt nú er að gíra sig upp.

Er kannski Moggi á morgun?
Tiltekt svo ég getir komið mér í að
læra
synda klukkan 16:30 þegar ég verð búin að fara með moggann eða ekki.. ef ég fer með moggann þá syndi ég bara í hálf tíma.

Og svo er eitthvað skrambans þvottadæmi hér í húsinu…

Og Aðalsteinn er hættur með kærustunni eða hún með henni sem er mjög leiðinlegt.

En ég ætla sem sagt að hefja daglega lífið á morgun

og ég þoli ekki Hrafnaþing lengur – að heyra í honum Ingva Hrafni sitja þarna og blaðar og bulla um hörmungarnar sem eiga eftir að dynja á okkur á næstu 60 dögum – meira hvað sjálfstæðismenn eru paranoid – dísuss – eins og það hafi allt verið í lagi hér undanfarið – og það sem er ekki í lagi þá verður það áreiðanlega þessari stjórn að kenna en ekki þeim sem hefur stjórnað í 18 ár. Og viti menn 30 prósentin komin á sjálfstæðisflokkinn því vinstri stjórn er nú alveg gasalega hættuleg!

Á síðasta degi

Jæja nú er þessu að verða lokið – aldrei hafa fimm vikur liðið eins hratt það segi ég satt! Nú þar sem ég var við það að verða geðveik á mánudaginn – þrátt fyrir digurbarkalegt tal hér á blogginu um annað þá fór ég á vigtina á þriðjudag og var þá orðin 1,4 kg léttari heldur en daginn áður. Það finnst mér reyndar gáfulegri tala miðað við það sem ég legg á mig hérna. En áður en þriðjudagurinn rann upp bað ég um viðtal við Ludvig fitubollulækni í þeim tilgangi að hann segði eitthvað við mig sem kæmi í veg fyrir að ég yrði alveg snargeðveik af þessu vigtardæmi – og 2008 yrði ekki bara inngreipt í minn huga. Það sem sagt reyndi svolítið á mína allt liðið ár að léttast ekki neitt!

Ég fékk tíma hjá honum í dag – en nánar um það síðar.

Ég hef því lést um sjö kíló sem er 2 kg umfram björtustu væntingar fræðinga hér og ég má því vel við una. Það er sem sagt mjög jákvætt að hafa komist niður í 135 kg en vera ekki eilíflega á einhverju öðru róli – svo verður gaman að fara á vigtina hjá Baldri því hún sýnir minn 😉 – ég verð fljótari að verað 129,9 kg vegna þess en það er markmiðið mitt í sumar.

Nú jæja – en ekki má þetta allt saman snúast um vigtina – ég er 10 sm minni um mittið heldur en ég var í nóvember og það er enginn smá áfangi því sú fita er hættulega fitan sem er svo slæm fyrir hjartað þannig að ég er á réttri leið.

Merkilega er þó að ég hef ekki aukið við mig í % í vöðvamassa hér – kannski hef ég aukið við mig í kg talið sem er marktækara viðmið segja þeir – en ég er sama og ég var í nóvember. Það sýnir að ég hef verið í ágætismálum þannig lagað miðað við allt og allt og bý að því þegar ég kem hingað – ég hefði aldrei getað djöflast svona eins og ég hef gert hér nema ég bý að síðustu 2 árum og hálfu betur.

Ég kom ekkert betur út úr þrekprófinu á hjólinu en ég á von á því að gönguprófið komi betur út, einhverjum metrum enda er ég miklu betri af beinhimnubólgunni og kannski ekki búin að þramma eins rosalega og ég gerði fyrsta daginn… og þó ég finn bara minna fyrir því – ég hef nefnilega gert eitt og annað í dag hreyfingarlega séð:

8:15 háls og herðar
9:00 Leikfimi 2
10:00 Bamm hlaupa í sturtu og í sundleikfimi
11:00 labbað út í hús og fengið sér ávöxtur
12:00 hádegismatur og kaffipása
13:00 Fitumæling (sem kom leiðinlega út fyrir mig – ég er ekkert mössuð og ég er bara .. já sem sagt jákvæðnina á það – ég bara var svo mössuð fyrir að ég hef bara viðhaldið því ;-).
13:30 Göngupróf
14:00 Fundur með Ludvig sem var ágætur og hann hvatti mig til að halda áfram á sömu braut og hann taldi að ég gæti vel gert þetta án þess að fara í aðgerð. Ég hefði sýnt að ég gæti þetta og gerði – eina hættan væri hve ég talaði niður til mín -það væri eina sem hann sæi að kæmi í veg fyrir að ég næði árangri – svo ég á að tala jákvætt til mín! Muna það.
14:30 sund í 30 mín
15:0 Þolhringur – púl dauðans í 60 mín
16:00 Borðtennis í 30 mín

Er nema von að maður komist ekki í tölvuna eða til þess að hugsa eitthvað gáfulegt? Held ekki

En nú er ég ein í kotinu, konan sem er með mér er í veislu – ég er nú fegin að ég er ekki á leið í veislu – ég er eiginlega bara hálf þreytt! Ég var að í gær frá 9:00 til 15:oo í hreyfingu og það var nú allnokkuð skal ég segja þér!

Á morgun er það svo útskrift – samantekt á árangri – sem er sáralítill hjá mér þrol og vöðvamassalega séð (ja nema eitthvað gerist í þessum kg því eitthvað spilar vatn inn í þessa % tölu og hún er því ekki alltaf rétt) En þrekið hefur aukist og er að verða eins og það var best síðastliðið vor svo ég ætti að geta borið það á höndum mér út í vorið og jafnvel nýtt mér það ;-).

ég ætla að prófa að bera út blöðin þegar ég kem heim en ég er ekki viss um að það sé gott fyrir mig og mínar fætur því ég er svo miklu betri í þeim eftir ég að kom enda ekkert gengið hér heldur ,,bara“ synt og verið í svona leikfimistímum sem er einhvern veginn auðveldara en gangan.

En svo er það bara vinna eftir helgi –

Hrmpf hrmpf hrmpf

Ég er ekkert léttari en ég var í síðustu viku og neikvæðinishugsanir liðins árs skjóta upp kollinum; sama hvað ég geri – léttist aldrei meir. Glötuð og vonlaus og allt – en svo reyni ég að stappa í mig stálinu. Einhvern tímann hefði ég verið ánægð með sex kíló á fjórum vikum – svo – nú er bara að vera dugleg og halda áfram – ég veit að í grunninn er ég ekki fljót að léttast og því verð ég að sætta mig við að stundum gengur þetta svona. Ég held bara áfram og þarf að hreyfa mig rosalega til þess að þetta gangi og borða rétt – sem ég hef reyndar gert svikalaust. Fer aldrei yfir grunnefnaskiptaþörfina mína og er oftast undir léttingarstigafjöldanum. Svo það er bara að halda áfram. Ekki láta þetta slá sig út af laginu – á miðvikudaginn kemur í ljós hvað ég hef bætt við mig af vöðvum. Ég hef ekkert bætt mig í þrekprófinu – get bara svipað og í janúar – en ég er ógeðslega léleg í svona þrekprófum – ég er meira langhlaupari en spretthlaupari og svo er annað að vera í stöðugu álagi en ekki mikið og svo aðeins minna og svo mikið – heldur sífellt að bæta við sig.

Þannig að þetta er svo sem enginn hetjudagur – ja nema hjartað mitt var rólegra núna en tók samt aukaslög undir álagi – en það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Nú jæja.

Það er sem sagt bara að halda áfram og það eru bara þrír dagar eftir af dýrðardvölinni hér – og nú er bara að búa til gáfulega stundaskrá þegar heim er komið – það er eins og mig vanti aðeins tíma í allt sem ég þarf að gera…

Sigh…

Fer yfir þetta með iðjuþjálfara á morgun…

Kveðja til ykkar elskurnar og ég er bara ánægð – í von um að ég verði léttari á fimmtudaginn. Ég ætla að gera mitt til þess – og sætta mig svo við ef það er ekki svo…

Juuu hvað tíminn líður hratt

Jæja þá er nú mín komin heim í ruslaríishúsið sitt – hér er allt í voða og vitleysu því Ragnheiður og Jósep eru að flytja í stofuna og gera úr hennni lítið afdrep fyrir sig og ég er flutt með stofuna mína í herbergið þar sem allt mitt föndur, skóla og annað djásn var… Og hvar á það þá að vera? Hef ekki hugmynd og ég á áreiðanlega aldrei eftir að finna neitt framar.

Ég er búin að vera eins og landafjandi í allan dag að reyna að koma einhverju skikki á þessi mál en nú nenni ég ekki meiru! Sest hér niður og þykist vera að læra og vinna en kem engu í verk! En amk er aðstaðan orðin ákjósanleg og allt í þessu fína bara – sólin getur meira að segja skinið hér inn og samt sést í sjónvarpinu það sem þar er. Þetta verður fínt – bara þegar ég verð búin að finna út úr þessu með 9000 hlutina mína sem vantar nú heimili….

Ég fór til Baldurs sjúkraþjálfa í gær og sá var nú stoltur af sinni skjólstæðingnum sínum – enda full ástæða til. Ég fór nú á vigtina hjá honum og það var ekki sérlega góð tala miðað við að sú vigt ætti að sýna aðeins meira en sú á Reykjalundi – þá virðist sem sagt eitthvað vera að hægjast á léttingnum – en hver getur nú búist við því að léttast um 2 kg á viku – það er nú bara frekja. Ég sætti mig við hálft kíló – það er svona til að stefna á líka þegar heim er komið.

Ég er komin í smá meðferð hjá iðjuþjálfara – þeim þykir sem mín hafi full mikið á sinni könnu og eru að reyna að kenna mér að ég sé ekki löt kona… en mér hefur alltaf fundist ég svo ótrúlega löt… aldrei gert nóg. En nú hef ég sem sagt lært að ég er ekki löt… á frekar til að taka of mikið að mér og lenda í vandræðum útaf öllu saman. En nú er sem sagt markmiðið að semja góða dagskrá sem FARIÐ VERÐUR eftir þegar heim er komið.

Daglega lífið tekur sinn toll:

Versla
Elda
-en þetta tvennt verð ég að gera enn um sinn ef þetta á að ganga. Á móti getur komið að aðrir ganga frá og þrífa eldhús og bað t.d…. Jafnvel sett í þvottavélina við og við.

Nú svo þarf að hafa tíma fyrir heilsuræktina og reglan er sú að ef maður er í mikilli yfirþyngt og ætlar að nýta sér hreyfingu til að léttast þá þarf maður að hreyfa sigí 90 mínútur á dag. Það þarf sem sagt að koma því inn í dagsáætlunina. Þeim 90 mínútum á þann hátt að ég veit að ég fari þá og þegar ég á að gera það.

Svo þarf vinnan að passa inn í þetta allt saman…

Þetta er sem sagt verkefni næstu viku að búa til sannfærandi áætlun fyrir þetta allt saman. Ég er með ýmis ráð upp í erminni sem ég veit að ég get beitt – svo sem að vera einbeittari í vinnutímanum og vera klárari á því hverju ég ætli að sinna og hverju ég ætli að ljúka.

Og svo veit ég að ég þarf að hafa fínt heima hjá mér annars klikkast ég – og þá meina ég nú bara svona milli fínt… ykkur þætti það nú vísast ekki mjög fínt – það verður að hafa í huga að henni Ingveldi þykir heimilisstörf algjörlega ótrúlega leiðinleg og það er eins og hvert annað afrek af hennar hálfu að sinna þeim yfir höfuð…

Að svo mæltu er rétt að henda nokkrum flíkum í þvottavél og athuga hvort ekki megi þrífa hér eitthvað í kringum mig frekar!

víhí og vóhó

Sem sagt ótrúlega mikið að gera.

Vinnudagurinn á Kleppjárnsreykjum gekk vel og ég vona að fólk hafi verið ánægt með hann. Þetta var mjög lærdómsríkt og skemmtilegt.

Og svo var bara gott að koma í hreiðrið sitt á Reykjalundi…. Hæfilega margir fermetrar fyrir mig – ég ræð við svona mikið svæði – eitt rúm og eitt náttborð og einn pínulítill skápur!

Ég hef alls misst 6 kg á þessum þremur vikum sem ég hef dvalið hér og það sem meira er ég komst í gegnum afskaplega erfitt tímabil frá miðvikudegi til sunnudags þegar mig langaði í allt og allt og svo meira af því!

Galdurinn var að láta eftir sér í hæfilegum skömmtum og njóta þess. Það má ekki streitast of mikið á móti þá verður löngunin sterkari og voðinn vís þegar allt springur – því það springur – þegar löngun er orðin að þráhyggju!

Ég er bara sæl og ánægð – aum í bakinu því þaðan er mest öll fitan farin og ekkert til að styrkja vöðvana mína lengur! Og ég get sagt ykkur að ég fer í tækjasalsþjálfun þegar ég kem heim -guð minn góður hvað mér finnst þetta skemmtilegt – næstum eins skemmtilegt og námskrár og námsmat ha ha ha!

Bara hress þó ég sé búin að fatta að ég sé með lágt sjálsmat og alls kyns vitleysis kvilla á geðinu sem gera mig svona fádæma óvissa um eigið ágæti – eða færnin til að sætta sig við að það sé ekki meira – er amk ekki til staðar!

En sáli í dag – hann kippir þessu kannski bara í lag fyrir mig

Takk fyrir mig ég er farin að synda og kannski kemst ég einhvern tímann aftur í tölvu þessa vikuna!