Góður dagur að kveldi kominn

Mikið hefur þetta nú verið ágætur dagur. Við Táta höfum verið hér að sýsla – hún er að vísu alveg staðráðin í því að skipta sér ekkert af mér og láta eins og hún sé alein heima. Hún braut þó odd af oflæti sínu og lagðist við tærnar á mér síðdegis þegar ég las leiðinlegasta kafla veraldarsögunnar um gerð prófa – en svo bamm þegar ég var alveg að gefast upp og hætt að sjá nokkra ljóstýru þá kom bara þessi dásemdar kafli um hvernig væri hægt að meta á annan máta en með miklum markmiðslistum – smásmugulegum markmiðum þar sem allt er tiltalið – nema það sem mér finnst skipta mestu máli – nákvæmlega hinu raunverulega námi. En svo kom ljósið. Dásamlegt…

og enn sannfærðist ég um – víst er námsmat skemmtilegt. Híhí

Ég hef staðið mig vel í matarmálum nema hvað ég borðaði 4 nammimola í dag. En það var í verðlaun fyrir ótrúlegan dugnað í ýmsum málum hér innanhúss 🙂 en það er samt svoldið leiðinlegt.

Ég hef ekki hreyft mig neitt – nema ég var á stjákli í alveg góðan tíma þannig að vonandi kemur það á móti – áreiðanlega í svona fjóra tíma. Að minnsta kosti svitnaði ég fínt!

Æ maður verður bara að taka því sem að höndum ber… þetta verður bara ekki góð vika hreyfingarlega séð og matarlega séð – en þá er bara að vera með damage control.

Tjú tjú tralala…

Og gott ef það er ekki að mótast hugmynd að því hvernig maður kemur námsmatsvinnunni í kynningarhæfan farveg… það væri það.

Færðu inn athugasemd