Nú hef ég dvalið í Borgarfirðinum síðan á föstudag. Það er merkilegt með það að vera ekki heima hjá sér þá eru alls konar innri boð um það að hér þurfi maður nú ekkert að hugsa um mataræði, hér getur maður borðað brauð og kökur, nammi og snakk allt eftir því hverju andinn blæs manni í brjóst. Afskaplega sérkennilegt og hreint ekki í anda þess að hér er á ferðinni kona sem ætlar sér að léttast og veit að það þarf dauða og djöfulmóð í það. Það er nefnilega sama hvort maður þarf að missa 3 eða 30 það þarf ótrúlega mikið átak til þess, svelt og vesen… og svo þessar 90 mínútur. Og svo fer nú hreyfingin alveg hreint út um víðan völl… og ég sem á að skila mínútunum mínum inn í næstu viku… skilmerkilega. Og ég er að skrifa matardagbók en átið í gær var nú með þeim hætti að hvorki dugir minni né blaðsíðan til þess að skrifa það allt saman niður – svei mér þá alla mína daga!
En ég fór í sundleikimi hjá sjálfri mér í þessari frábæru sundlaug hér á Sturlu Reykjum og teygði mig og togaði hægri vinstri- í alveg 45 mínútur hið minnsta. Það var þó skárra en ekki neitt.
Ég er að hugsa um að vera hér eitthvað lengur og fara í Borgarnes á morgun, hitta kannski kunningja þar – synda og svo þarf ég að ganga eitthvað – ég skulda amk nógu margar mínútur í hreyfingu til þess að geta verið á iði allan morgundaginn… Oh my god hvað er flókið að standa sig utan múra Reykjalundar…
En þetta með mataræðið er rosalegt – nú eru komin næstum þrjú ár síðan ég byrjaði í þessu og það er meiriháttar úthald sem þarf til – svo maður megi léttast og minnka og ég er hálfnuð – þannig að kannski eru það þrjú ár í viðbót sem þarf til… og svo önnur þrjú ef maður vill komast í kjörþyngd og þá er maður nú orðinn master og fimmtugur – ég ætla nefnilega að vera orðin master fimmtug – snjallt ekki satt – og ætti maður þá að vera komin í kjörþyngd líka 😉 annars hef ég svo sem engin áform uppi um það en skemmtileg pæling. 99 kilóin duga mér fínt að sinni.
En sem sagt – hér er allt í standi ég fór meira að segja í messu og náði þvílíkri slökun þar að ég hef ákveðið að gera meira af því að fara í messu ef ég finn mér fínt guðshús og góðan þjón hans….
Sem sagt allt í voða og vitleysu hjá minni en hún veit af því og vinnur að því að laga það sem aflaga fer – þetta er svoldið rótgróinn hegðunarvandi.
En smá uppörvandi – ég hafði ekki misst neitt af mittismálinu mínu á Reykjalundi en frá 3 nóvember til 13. janúar hafði ég misst 10 sentimetra – sem er sko hellingur – en þó ekki lést neitt – þannig að þó 2008 hafi verið horrid ár í kílóum þá fóru sentimetrar. Vigtin er ekki alveg allt þó hún ráði nú svoldið yfir mér á stundum…
Over and out ég er farin að lesa smá smá smá
Bollur og bjútí hérna megin!>Motiondagbogen er alveg frábært fyrirbæri. Nú er ég að verða svo rafræn dags daglega að ég fer að geta nýtt mér svona. Ég kannast reyndar alveg við það að það telji ekki sem maður borðar á ferðalögum – þessvegna er vikuvist í sumarbústað t.d. ekki góð hugmynd. Ég vona að þú náir tökum á matnum kerling – þú sem ert svo dugleg!>>Kv Ásta og Anna K (hornös)
Líkar viðLíkar við
Bolludagur, Sprengidagur…. Púff ekki góðir aðhalds dagar. Nóg af dögum til þess aðrir 😉>Njóttu dvalarinnar í sveitinni. Bið að heilsa Dísu.>Baráttukveðjur>Haddý Skagapía
Líkar viðLíkar við