Ég á nú eftir að segja ykkur frá skilaboðunum frá almættinu sem ég fékk í gær eða fyrradag – í formi samstarfsmanns. -Þar sem ég sat í ægilegum vandræðum með stundaskrár og skipulag, markmið og getuleysi mitt til að gera það sem ég vissi og ætlaði – dans fram og til baka í einhverju bjargarleysi. Kemur þá ekki sendingin til mín og vonandi lausnin… en nánar um það síðar.
Markmið vikunnar að elda hollan mat og ganga frá honum hefur gengið eftir. Ég hef hins vegar borðað of mikið og alltof mikla fitu. Ég á eftir að koma skólamataræðinu í lag. Og ég drekk way too much kaffi!
Nú….
Ég tala of mikið í vinnunni og geri ekki alveg það sem ég vildi að ég gerði – en ég er nú farin að greina þetta allt saman ágætlega. Má bara ekki pirra mig og vera með sjálfniðurtal því það er leiðin til glötunar samkvæmt offitufræðunum.
Og ég byrja að kenna á morgun og allt…
Og þegar ég er byrjuð að kenna þá fer ég í vetrarfrí og svo 2 daga í skólann ;-).
Ég verð ótrúlega úthvíld í byrjun mars það getur ekki annað verið – annars ætla ég að nota fríið til að læra og koma skikki á námsmatspakkann og koma honum í kynningarhæft ástand.
Og ég fór í 90 mín í badminton í gær og er að fara aftur í dag – og ég labba með moggann svo hreyfingin er í FÍNU LAGI. Hreyfing og mataræði í stærstum dráttum í lagi – ekki slæmt en ég á erfitt með að borða nógu lítið. Jamm þannig er það nú….