Og ég ekki sokkin enn enda engin ástæða til þess. Ég virðist koma ótrúlegustu hlutum á skrið svona bara með því að rjátla og stjákla hér um. Ég er sem sagt í því að skrifa niður ,,afreks“lista mína svo ég hætti að halda því fram að ég geri aldrei neitt, sé löt og til lítils gagns. Ég er sem sagt að æfa mig í jákvæðu sjálfsumtali ;-).
Í dag er ég búin að setja í eina þvottavél og hengja upp úr þeim tveimur – þvoði sko eina í nótt eftir að sú síðasta í gærkveldi var komin í höfn ;-). Páll braut svo saman anganóran sútarna.
Ég er búin að setja brauð í brauðvélina, búa til og borða hafragraut og 2 finncrisp kökur með 6% fitu. Nú svo gekk ég nú frá því öllu saman.
Svo er ég búin að sitja við og læra í rúman klukkutíma og miðar bara vel. Ég á þá ekki nema 11 kafla eftir til að ná hinum :-). Bara gaman að því.
Ég er að hugsa um að fara til Dísu í vetrarfríinu og læra þar og stússast með henni svolítið.
Ég er svo að búa til matseðil fyrir vikuna, stundaskrá fyrir mig svo ég viti eitthvað í minn haus og stórutá :-). Æfingaáætlun er sérlega mikilvæg en ekki síður hvenær á að koma heim og elda! Og hvað á ég að gera í hádegismatarmálum?
Nú svo þarf ég náttúrulega að fara að synda – þó það skili mér ekki nema 45 mínútum þá er það þó alltaf það…
Þetta lofar góðu… haltu endilega áfram að skrifa um skipulagið… þá er nú kannski möguleiki á því að ég geti nýtt mér það til að læra af því… allavega oggu pínu smá… Ekki veitir mér nú af því að setja mitt í einhvers konar skipulags „kassa“..>OG þú stendur þig vel stelpa.. >>Bestu kveðjur,>>Áslaug
Líkar viðLíkar við