…og strax ekki að nenna í ræktina! Og það er svoooo miklu meira vesen að fara í sund hér en á Reykjalundi. Þar var maður alltaf að sniglast í kringum sundlaugina og datt ofan í hana og var búin að synda 1000 metrana eða svo áður en við var litið! En hér þarf maður að gera allskonar áður en ofan í sundlaugina er komið!
Núna ætti ég sem sagt að vera í Styrk að lyfta en því nenni ég nú alls ekki – frekar að ég fari í sund. En svo væri hin leiðin að eiga bara frí og njóta þess í dag – og skella sér svo á laugardag og sunnudag í staðinn.
—xx—xx—xx—
Uss fuss löt er konan en það þýðir þá ekki að vera latur á morgun onei.
Úff ég skar mig í puttann og það er mjöööög vont að pikka ó my god….
Ég þoli ekki hvað ég er mikil títla ;-). Ósýnilegur skurður úff púff og ég að væla.
En sem sagt nú er að gíra sig upp.
Er kannski Moggi á morgun?
Tiltekt svo ég getir komið mér í að
læra
synda klukkan 16:30 þegar ég verð búin að fara með moggann eða ekki.. ef ég fer með moggann þá syndi ég bara í hálf tíma.
Og svo er eitthvað skrambans þvottadæmi hér í húsinu…
Og Aðalsteinn er hættur með kærustunni eða hún með henni sem er mjög leiðinlegt.
En ég ætla sem sagt að hefja daglega lífið á morgun
…
og ég þoli ekki Hrafnaþing lengur – að heyra í honum Ingva Hrafni sitja þarna og blaðar og bulla um hörmungarnar sem eiga eftir að dynja á okkur á næstu 60 dögum – meira hvað sjálfstæðismenn eru paranoid – dísuss – eins og það hafi allt verið í lagi hér undanfarið – og það sem er ekki í lagi þá verður það áreiðanlega þessari stjórn að kenna en ekki þeim sem hefur stjórnað í 18 ár. Og viti menn 30 prósentin komin á sjálfstæðisflokkinn því vinstri stjórn er nú alveg gasalega hættuleg!
Það er nefnilega svo undurfurðulegt að sundlaugar í umhverfinu hlaupa frá manni og það mjög hratt. En á Reykjalundi þá hlaupa þær einmitt í veg fyrir mann. Hef sko upplifað þetta og ekki skilið hvað eiginlega væri í gangi. Hef reynt að fara bakdyrameginn í sund, fara til dæmis framhjá sundlauginni á Selfossi og í aðrar fjær. Hefur stundum virkað. Ég ræði nú ekki einu sinni um Tækjasali, ómæ, ómæ. En ég get gengið, vegna þess að ég hef talið mér trú um að ég eigi ekki bíl og verðí því að ganga, í búðina, bókasafnið eða bara eitthvað. Ég hef orðið sterkan grun um að það þurfi að innrétta eitthvað betur í mér heilann, svei mér þá.
Líkar viðLíkar við
Gleymdi víst að kvitta með nafni,>>kveðja,>>Áslaug
Líkar viðLíkar við
ha ha já en meðan það virkar að telja sér trú um bílleysi þá er þetta fínt!
Líkar viðLíkar við
Kæra Ingveldur>>Takk fyrir samfylgdina og öll uppörvunarorðin sl. 5 vikur.>>Gangi þér vel
Líkar viðLíkar við