Á síðasta degi

Jæja nú er þessu að verða lokið – aldrei hafa fimm vikur liðið eins hratt það segi ég satt! Nú þar sem ég var við það að verða geðveik á mánudaginn – þrátt fyrir digurbarkalegt tal hér á blogginu um annað þá fór ég á vigtina á þriðjudag og var þá orðin 1,4 kg léttari heldur en daginn áður. Það finnst mér reyndar gáfulegri tala miðað við það sem ég legg á mig hérna. En áður en þriðjudagurinn rann upp bað ég um viðtal við Ludvig fitubollulækni í þeim tilgangi að hann segði eitthvað við mig sem kæmi í veg fyrir að ég yrði alveg snargeðveik af þessu vigtardæmi – og 2008 yrði ekki bara inngreipt í minn huga. Það sem sagt reyndi svolítið á mína allt liðið ár að léttast ekki neitt!

Ég fékk tíma hjá honum í dag – en nánar um það síðar.

Ég hef því lést um sjö kíló sem er 2 kg umfram björtustu væntingar fræðinga hér og ég má því vel við una. Það er sem sagt mjög jákvætt að hafa komist niður í 135 kg en vera ekki eilíflega á einhverju öðru róli – svo verður gaman að fara á vigtina hjá Baldri því hún sýnir minn 😉 – ég verð fljótari að verað 129,9 kg vegna þess en það er markmiðið mitt í sumar.

Nú jæja – en ekki má þetta allt saman snúast um vigtina – ég er 10 sm minni um mittið heldur en ég var í nóvember og það er enginn smá áfangi því sú fita er hættulega fitan sem er svo slæm fyrir hjartað þannig að ég er á réttri leið.

Merkilega er þó að ég hef ekki aukið við mig í % í vöðvamassa hér – kannski hef ég aukið við mig í kg talið sem er marktækara viðmið segja þeir – en ég er sama og ég var í nóvember. Það sýnir að ég hef verið í ágætismálum þannig lagað miðað við allt og allt og bý að því þegar ég kem hingað – ég hefði aldrei getað djöflast svona eins og ég hef gert hér nema ég bý að síðustu 2 árum og hálfu betur.

Ég kom ekkert betur út úr þrekprófinu á hjólinu en ég á von á því að gönguprófið komi betur út, einhverjum metrum enda er ég miklu betri af beinhimnubólgunni og kannski ekki búin að þramma eins rosalega og ég gerði fyrsta daginn… og þó ég finn bara minna fyrir því – ég hef nefnilega gert eitt og annað í dag hreyfingarlega séð:

8:15 háls og herðar
9:00 Leikfimi 2
10:00 Bamm hlaupa í sturtu og í sundleikfimi
11:00 labbað út í hús og fengið sér ávöxtur
12:00 hádegismatur og kaffipása
13:00 Fitumæling (sem kom leiðinlega út fyrir mig – ég er ekkert mössuð og ég er bara .. já sem sagt jákvæðnina á það – ég bara var svo mössuð fyrir að ég hef bara viðhaldið því ;-).
13:30 Göngupróf
14:00 Fundur með Ludvig sem var ágætur og hann hvatti mig til að halda áfram á sömu braut og hann taldi að ég gæti vel gert þetta án þess að fara í aðgerð. Ég hefði sýnt að ég gæti þetta og gerði – eina hættan væri hve ég talaði niður til mín -það væri eina sem hann sæi að kæmi í veg fyrir að ég næði árangri – svo ég á að tala jákvætt til mín! Muna það.
14:30 sund í 30 mín
15:0 Þolhringur – púl dauðans í 60 mín
16:00 Borðtennis í 30 mín

Er nema von að maður komist ekki í tölvuna eða til þess að hugsa eitthvað gáfulegt? Held ekki

En nú er ég ein í kotinu, konan sem er með mér er í veislu – ég er nú fegin að ég er ekki á leið í veislu – ég er eiginlega bara hálf þreytt! Ég var að í gær frá 9:00 til 15:oo í hreyfingu og það var nú allnokkuð skal ég segja þér!

Á morgun er það svo útskrift – samantekt á árangri – sem er sáralítill hjá mér þrol og vöðvamassalega séð (ja nema eitthvað gerist í þessum kg því eitthvað spilar vatn inn í þessa % tölu og hún er því ekki alltaf rétt) En þrekið hefur aukist og er að verða eins og það var best síðastliðið vor svo ég ætti að geta borið það á höndum mér út í vorið og jafnvel nýtt mér það ;-).

ég ætla að prófa að bera út blöðin þegar ég kem heim en ég er ekki viss um að það sé gott fyrir mig og mínar fætur því ég er svo miklu betri í þeim eftir ég að kom enda ekkert gengið hér heldur ,,bara“ synt og verið í svona leikfimistímum sem er einhvern veginn auðveldara en gangan.

En svo er það bara vinna eftir helgi –

1 athugasemd á “Á síðasta degi

  1. Glæsilegt Inga mín :o)Til hamingju með árangurinn. Hlakka til að fylgjast með þér áfram.Kv Haddý Jóna

    Líkar við

Færðu inn athugasemd