Ég er ekkert léttari en ég var í síðustu viku og neikvæðinishugsanir liðins árs skjóta upp kollinum; sama hvað ég geri – léttist aldrei meir. Glötuð og vonlaus og allt – en svo reyni ég að stappa í mig stálinu. Einhvern tímann hefði ég verið ánægð með sex kíló á fjórum vikum – svo – nú er bara að vera dugleg og halda áfram – ég veit að í grunninn er ég ekki fljót að léttast og því verð ég að sætta mig við að stundum gengur þetta svona. Ég held bara áfram og þarf að hreyfa mig rosalega til þess að þetta gangi og borða rétt – sem ég hef reyndar gert svikalaust. Fer aldrei yfir grunnefnaskiptaþörfina mína og er oftast undir léttingarstigafjöldanum. Svo það er bara að halda áfram. Ekki láta þetta slá sig út af laginu – á miðvikudaginn kemur í ljós hvað ég hef bætt við mig af vöðvum. Ég hef ekkert bætt mig í þrekprófinu – get bara svipað og í janúar – en ég er ógeðslega léleg í svona þrekprófum – ég er meira langhlaupari en spretthlaupari og svo er annað að vera í stöðugu álagi en ekki mikið og svo aðeins minna og svo mikið – heldur sífellt að bæta við sig.
Þannig að þetta er svo sem enginn hetjudagur – ja nema hjartað mitt var rólegra núna en tók samt aukaslög undir álagi – en það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Nú jæja.
Það er sem sagt bara að halda áfram og það eru bara þrír dagar eftir af dýrðardvölinni hér – og nú er bara að búa til gáfulega stundaskrá þegar heim er komið – það er eins og mig vanti aðeins tíma í allt sem ég þarf að gera…
Sigh…
Fer yfir þetta með iðjuþjálfara á morgun…
Kveðja til ykkar elskurnar og ég er bara ánægð – í von um að ég verði léttari á fimmtudaginn. Ég ætla að gera mitt til þess – og sætta mig svo við ef það er ekki svo…
6 kg á 4 vikum er bara stórkostlegt. Líklega er þetta einhver smá þröskuldur sem þú þarft að klofa yfir dúllan mín. >Enn og aftur til hamingju með árangurinn :o)>Kv Haddý Jóna
Líkar viðLíkar við
Ég er nú alveg að rifna af monti yfir hverju grammi hjá þér. Ég sit og fitna eins og púkinn á fjósbitanum og finnst meira að segja ÞAÐ erfitt. Þú ert svo sannarlega búin að skrá þig á spjöld sögunnar í þessu og mundu að öllum ber saman um að það er best að grennast svona . Jafnt og þétt með þjálfunina alltaf inni í myndinni. Húrra fyrir þér. Margfalt !
Líkar viðLíkar við
Flottur árangur vinkona – ekkert smá! Nú er ég spennt að sjá hvernig gengur með skipulagið -líf og líkamsrækt, hef aldrei náð tökum á þessu sjálf (get bara annað hvort og einhvern vegin alltaf líkamsræktin sem verður útundan!)>>Endilega haltu áfram að miðla okkur af þekkingu þinni.>Knús Ásta Björk
Líkar viðLíkar við
Já ég tek undir allt sem skrifað hefur verið hér fyrir ofan 🙂 Þú ert frábær!!!>>Bestu brúsa-og baráttukveðjur>Villaeir
Líkar viðLíkar við