víhí og vóhó

Sem sagt ótrúlega mikið að gera.

Vinnudagurinn á Kleppjárnsreykjum gekk vel og ég vona að fólk hafi verið ánægt með hann. Þetta var mjög lærdómsríkt og skemmtilegt.

Og svo var bara gott að koma í hreiðrið sitt á Reykjalundi…. Hæfilega margir fermetrar fyrir mig – ég ræð við svona mikið svæði – eitt rúm og eitt náttborð og einn pínulítill skápur!

Ég hef alls misst 6 kg á þessum þremur vikum sem ég hef dvalið hér og það sem meira er ég komst í gegnum afskaplega erfitt tímabil frá miðvikudegi til sunnudags þegar mig langaði í allt og allt og svo meira af því!

Galdurinn var að láta eftir sér í hæfilegum skömmtum og njóta þess. Það má ekki streitast of mikið á móti þá verður löngunin sterkari og voðinn vís þegar allt springur – því það springur – þegar löngun er orðin að þráhyggju!

Ég er bara sæl og ánægð – aum í bakinu því þaðan er mest öll fitan farin og ekkert til að styrkja vöðvana mína lengur! Og ég get sagt ykkur að ég fer í tækjasalsþjálfun þegar ég kem heim -guð minn góður hvað mér finnst þetta skemmtilegt – næstum eins skemmtilegt og námskrár og námsmat ha ha ha!

Bara hress þó ég sé búin að fatta að ég sé með lágt sjálsmat og alls kyns vitleysis kvilla á geðinu sem gera mig svona fádæma óvissa um eigið ágæti – eða færnin til að sætta sig við að það sé ekki meira – er amk ekki til staðar!

En sáli í dag – hann kippir þessu kannski bara í lag fyrir mig

Takk fyrir mig ég er farin að synda og kannski kemst ég einhvern tímann aftur í tölvu þessa vikuna!

2 athugasemdir á “víhí og vóhó

  1. Frábært hjá þér Inga 6.kg gott mál 🙂 Gangi þér vel og við heyrumst og sjáumst vonandi bráðum!kv.Villaeir

    Líkar við

Færðu inn athugasemd