Upp á einstigið

Jæja elskurnar – í dag er dagurinn sem ég er að ná upp á einstigið sem maður þarf að feta sig til þess að hanga í því að hreyfa sig í 90 mín og borða gáfulega. Ég hef svona lafið í þessu og burðast við og bölsótast en þetta er alt að koma – eina vandamálið að fara í bónus – nenni því náttúrulega ekki – mikið verð ég glöð þegar Krónan kemur hingað. … verður áreiðanlega allt annað líf 😉

Nú en ég sem sagt er aðeins að léttast sem er ákveðinn léttir á sálinni líka því – því fyrr sem ég afsanna þá kenningu að ég geti ekki lést (nema á Reykjalundi) því betra og ég virðist vera amk 800 gr léttari en þegar ég var á Reykjalundi en þetta er í fyrsta sinn sem ég stíg á þessa vigt svo það verður meira að marka þá næstu – en ég hef ekki verið 133,2 kg afskaplega lengi (vigtin á Reykjalundi sagði 134,8 þegar ég fór heim en hún er aðeins þyngri en heimavogir held ég).

Ég man að ég var 144 þegar Aðalsteinn fæddist. Hvort ég var 122 þegar Ragnheiður varð til – líklega – svo við erum að tala um 20 ár eða svo.

Og ótrúlega hlakka ég til að komast í 129,9 víhí. Það er markmiðið – vonandi næst það fyrir júlí en það er deadline.

Ég var hjá Dísu í síðustu viku og var svo í náminu í tvo daga – úff svoldið erfitt og leiðinlgt núna – svo fór ég til sála sem kenndi mér svolítið um óþolinmæði og píslarvættis-ism – mjög merkilegt en þetta tvennt hangir sem sagt saman en á sér sínar björtu hliðar – og dökku hliðar.

Óþolinmæði fylgir þor – skugginn er fljótfærni
Píslarvætti fylgir selflessness (ánægja af því að vinna fyrir aðra, gleðja aðra og krefjast einskis í staðinn heldur fá bara ómælda ánægju af því) skugga hliðin er sjálfsvorkunn.

Til þess að komast úr sjálfsvorkunn þarf maður að leita til þorsins – og þessir tveir þættir – óþolinmæði og píslin er víst ágætlega ríkjandi í mínu skapferli…

Jamm ég er sko svoldið stödd í píslarvættinu skuggahliðinni núna – en ég er að finna þorið þarna einhvers staðar. Svo ég hangi nú á einstiginu.

Ég er búin að etja þessum og hinum í það með mér að léttast – vonandi næir þetta til þess að ég haldi vel á spöðunum. Það er amk hægt að gleðja sig við að vera búin að lækka bmi um 12 stig.

Og svo ætla ég ekki að gera neitt af viti í dag – nema bara það sem mér sýnist – ég er að fá 2 kommóður undir dótið mitt að hluta til og ég ætla að reyna að búa til einhverja aðstöðu í geymslulnni fyrir mig. Með hjálp Palla

Áform

Lesa og læra og hugsa um hvernig ég eigi að koma helst öllu því sem ég veit um námsmat mitt og annarra í kynningarhæft form svo einhver skilji hvað er á seyði….

Íhuga heimferð…

…og fara svo heim!

Íhuga skóladaginn minn – í náminu mínu á morgun

…og íhuga vel og lengi hvernig ég á að ljúga mig út úr hreyfingarleysi og vesaldómi í mataræði, þegar ég hitti hann Baldur minn á föstudaginn….

Það þarf ég að hugsa vel og lengi!

Kannski get ég bara ekkert lært fyrir því…

Mamma dó á öskudegi fyrir 10 árum, hugsið ykkur það (þó ekki upp á dag en allt að því)

Ég sakna hennar og enn er ég að hugsa um að hringja í hana þegar ég verulega bágt…

Góður dagur að kveldi kominn

Mikið hefur þetta nú verið ágætur dagur. Við Táta höfum verið hér að sýsla – hún er að vísu alveg staðráðin í því að skipta sér ekkert af mér og láta eins og hún sé alein heima. Hún braut þó odd af oflæti sínu og lagðist við tærnar á mér síðdegis þegar ég las leiðinlegasta kafla veraldarsögunnar um gerð prófa – en svo bamm þegar ég var alveg að gefast upp og hætt að sjá nokkra ljóstýru þá kom bara þessi dásemdar kafli um hvernig væri hægt að meta á annan máta en með miklum markmiðslistum – smásmugulegum markmiðum þar sem allt er tiltalið – nema það sem mér finnst skipta mestu máli – nákvæmlega hinu raunverulega námi. En svo kom ljósið. Dásamlegt…

og enn sannfærðist ég um – víst er námsmat skemmtilegt. Híhí

Ég hef staðið mig vel í matarmálum nema hvað ég borðaði 4 nammimola í dag. En það var í verðlaun fyrir ótrúlegan dugnað í ýmsum málum hér innanhúss 🙂 en það er samt svoldið leiðinlegt.

Ég hef ekki hreyft mig neitt – nema ég var á stjákli í alveg góðan tíma þannig að vonandi kemur það á móti – áreiðanlega í svona fjóra tíma. Að minnsta kosti svitnaði ég fínt!

Æ maður verður bara að taka því sem að höndum ber… þetta verður bara ekki góð vika hreyfingarlega séð og matarlega séð – en þá er bara að vera með damage control.

Tjú tjú tralala…

Og gott ef það er ekki að mótast hugmynd að því hvernig maður kemur námsmatsvinnunni í kynningarhæfan farveg… það væri það.

Sko…

er að læra svoldið. Lendi samt í ýmsu á netinu sko – þar á meðal inn á síðu hjá formanni ungra sjálfstæðismanna sem ætlar sér 4. sætið einhvers staðar – og þar stendur á hans síðu: Sjálfstæðisstefnan er svarið – svarið við hverju segi ég nú bara; – nú spurningunni um það hverjum þetta helv… fokking fokk er að kenna! En einhvern veginn bjóst ég ekki við að sú spurning – eða rétta svarið birtist á síðu formannsins.

Nám

á sér stað rétt bráðum. Þarf aðeins að jafna mig á mjög sjokkerandi morgunmat…

Sérkennilegum í meira lagi…

Ég held ég þurfi að fara að fara heim… það er allt í voða og vitleysu með flest – ég held ég þurfi að vera í svona ramma… Ramma sem ræður betur við sjálfa mig en ég sjálf….

Nýta vetrarfríið svoldið ponsu pinku pons

hér snjóar – veður.is segir að hér rigni…. veit satt að segja ekki hvorum ég á að trúa! En a.m.k. er ég að hugsa um að fara heim, Palli er líka bíllaus og það er svo erfitt í blaðburðinum.

Kannski að hann fari að rigna – eða hann sé bara að rigna hvítu, og þá er miklu minna mál að keyra heim…

Borgarfjörðurinn blíði

Nú hef ég dvalið í Borgarfirðinum síðan á föstudag. Það er merkilegt með það að vera ekki heima hjá sér þá eru alls konar innri boð um það að hér þurfi maður nú ekkert að hugsa um mataræði, hér getur maður borðað brauð og kökur, nammi og snakk allt eftir því hverju andinn blæs manni í brjóst. Afskaplega sérkennilegt og hreint ekki í anda þess að hér er á ferðinni kona sem ætlar sér að léttast og veit að það þarf dauða og djöfulmóð í það. Það er nefnilega sama hvort maður þarf að missa 3 eða 30 það þarf ótrúlega mikið átak til þess, svelt og vesen… og svo þessar 90 mínútur. Og svo fer nú hreyfingin alveg hreint út um víðan völl… og ég sem á að skila mínútunum mínum inn í næstu viku… skilmerkilega. Og ég er að skrifa matardagbók en átið í gær var nú með þeim hætti að hvorki dugir minni né blaðsíðan til þess að skrifa það allt saman niður – svei mér þá alla mína daga!

En ég fór í sundleikimi hjá sjálfri mér í þessari frábæru sundlaug hér á Sturlu Reykjum og teygði mig og togaði hægri vinstri- í alveg 45 mínútur hið minnsta. Það var þó skárra en ekki neitt.

Ég er að hugsa um að vera hér eitthvað lengur og fara í Borgarnes á morgun, hitta kannski kunningja þar – synda og svo þarf ég að ganga eitthvað – ég skulda amk nógu margar mínútur í hreyfingu til þess að geta verið á iði allan morgundaginn… Oh my god hvað er flókið að standa sig utan múra Reykjalundar…

En þetta með mataræðið er rosalegt – nú eru komin næstum þrjú ár síðan ég byrjaði í þessu og það er meiriháttar úthald sem þarf til – svo maður megi léttast og minnka og ég er hálfnuð – þannig að kannski eru það þrjú ár í viðbót sem þarf til… og svo önnur þrjú ef maður vill komast í kjörþyngd og þá er maður nú orðinn master og fimmtugur – ég ætla nefnilega að vera orðin master fimmtug – snjallt ekki satt – og ætti maður þá að vera komin í kjörþyngd líka 😉 annars hef ég svo sem engin áform uppi um það en skemmtileg pæling. 99 kilóin duga mér fínt að sinni.

En sem sagt – hér er allt í standi ég fór meira að segja í messu og náði þvílíkri slökun þar að ég hef ákveðið að gera meira af því að fara í messu ef ég finn mér fínt guðshús og góðan þjón hans….

Sem sagt allt í voða og vitleysu hjá minni en hún veit af því og vinnur að því að laga það sem aflaga fer – þetta er svoldið rótgróinn hegðunarvandi.

En smá uppörvandi – ég hafði ekki misst neitt af mittismálinu mínu á Reykjalundi en frá 3 nóvember til 13. janúar hafði ég misst 10 sentimetra – sem er sko hellingur – en þó ekki lést neitt – þannig að þó 2008 hafi verið horrid ár í kílóum þá fóru sentimetrar. Vigtin er ekki alveg allt þó hún ráði nú svoldið yfir mér á stundum…

Over and out ég er farin að lesa smá smá smá

Markmið

Ég á nú eftir að segja ykkur frá skilaboðunum frá almættinu sem ég fékk í gær eða fyrradag – í formi samstarfsmanns. -Þar sem ég sat í ægilegum vandræðum með stundaskrár og skipulag, markmið og getuleysi mitt til að gera það sem ég vissi og ætlaði – dans fram og til baka í einhverju bjargarleysi. Kemur þá ekki sendingin til mín og vonandi lausnin… en nánar um það síðar.

Markmið vikunnar að elda hollan mat og ganga frá honum hefur gengið eftir. Ég hef hins vegar borðað of mikið og alltof mikla fitu. Ég á eftir að koma skólamataræðinu í lag. Og ég drekk way too much kaffi!

Nú….

Ég tala of mikið í vinnunni og geri ekki alveg það sem ég vildi að ég gerði – en ég er nú farin að greina þetta allt saman ágætlega. Má bara ekki pirra mig og vera með sjálfniðurtal því það er leiðin til glötunar samkvæmt offitufræðunum.

Og ég byrja að kenna á morgun og allt…

Og þegar ég er byrjuð að kenna þá fer ég í vetrarfrí og svo 2 daga í skólann ;-).

Ég verð ótrúlega úthvíld í byrjun mars það getur ekki annað verið – annars ætla ég að nota fríið til að læra og koma skikki á námsmatspakkann og koma honum í kynningarhæft ástand.

Og ég fór í 90 mín í badminton í gær og er að fara aftur í dag – og ég labba með moggann svo hreyfingin er í FÍNU LAGI. Hreyfing og mataræði í stærstum dráttum í lagi – ekki slæmt en ég á erfitt með að borða nógu lítið. Jamm þannig er það nú….

Nenni engu

…og hana nú. Sit og kjafta í vinnunni og geri ekki það sem ég ætla mér að gera.

Hreyfi mig helst ekki neitt – að vísu voða illt í bakinu.

Braut ekki saman þvottinn í gærkveldi – en horfum á björtu hliðarnar:

Veit hvað ég á að skrifa í námskaflann minn um námsmöppur sem ég er ekki enn búin að skila!
Fór að labba með moggann í morgun og í gær og ætla á morgun.

Og ég er kannski búin að finna mér einkaþjálfara og er e.t.v. að spila badminton á eftir!

Fer svolítið eftir bakinu

já og ég veit hvað ég ætla að hafa í kvöldmat!

Allt á floti alls staðar

Og ég ekki sokkin enn enda engin ástæða til þess. Ég virðist koma ótrúlegustu hlutum á skrið svona bara með því að rjátla og stjákla hér um. Ég er sem sagt í því að skrifa niður ,,afreks“lista mína svo ég hætti að halda því fram að ég geri aldrei neitt, sé löt og til lítils gagns. Ég er sem sagt að æfa mig í jákvæðu sjálfsumtali ;-).

Í dag er ég búin að setja í eina þvottavél og hengja upp úr þeim tveimur – þvoði sko eina í nótt eftir að sú síðasta í gærkveldi var komin í höfn ;-). Páll braut svo saman anganóran sútarna.

Ég er búin að setja brauð í brauðvélina, búa til og borða hafragraut og 2 finncrisp kökur með 6% fitu. Nú svo gekk ég nú frá því öllu saman.

Svo er ég búin að sitja við og læra í rúman klukkutíma og miðar bara vel. Ég á þá ekki nema 11 kafla eftir til að ná hinum :-). Bara gaman að því.

Ég er að hugsa um að fara til Dísu í vetrarfríinu og læra þar og stússast með henni svolítið.

Ég er svo að búa til matseðil fyrir vikuna, stundaskrá fyrir mig svo ég viti eitthvað í minn haus og stórutá :-). Æfingaáætlun er sérlega mikilvæg en ekki síður hvenær á að koma heim og elda! Og hvað á ég að gera í hádegismatarmálum?

Nú svo þarf ég náttúrulega að fara að synda – þó það skili mér ekki nema 45 mínútum þá er það þó alltaf það…

Jibbí jæ og hæ

Fór í sund og synti í 45 mín sem gera 1100 metra eða svo. Mjög gaman og notalegt og greinilega vel hægt 🙂

Aftur á morgun. Ó já –

Var ég búin að segja ykkur stóru fréttirnar í mínu lífi:

Smá um daglega hreyfingu:

30 mínútur

Til þess að varna lífsstílstengdum sjúkdómum

60 mínútur

Til þess að koma í veg fyrir aldurstengda þyngdaraukningur frá 20 – 60 ára (stigvaxandi aukning)

90 mínútur

Til þessa að hreyfing nýtist til þess að léttast!

Þannig að ég skulda 45 mínútur eða svo.

Þetta er ekkert grín

…og ég er varla byrjuð á því að læra.