Komin og þrjár vikur að baki

OH my god ég á bara eftir að vera í tvær vikur á Reykjalundi!Ætli það sé líf eftir Reykjalund. Mér finnst ég vera að fitna og fitna og býst ekki við að neitt gerist gott á vigtinni – ég er svo klikkuð að það er gasalegt! Hvernig maður ætti að geta þyngst það bara skil ég ekki – en það er sko ekki alveg hrein samviska eftir daginn og ég held hún skili svona eins og 3 kg á sálina af fitu ;-).

Ég hef nú samt ekki staðið mig sérlega illa en víst er um að það þarf að halda vel á spöðunum um helgina. Grænmeti, kjúklingur og eitthvað fleira hollt er ákaflega æskilegt og ekki væri verra ef maður drullaðist nú eins og einu sinni í sund – en svo er hvíld líka mikilvæg það er alveg klárt.

Nóg djöflaðist ég í morgun í leikfimitímanum – það skal enginn ná að hanka mig á því að leggja mig ekki fram í einhverjum hóp – skal nú ekki vera dragbítur í hlaupum og slíku. Huhumm – þannig að hællinn er ekki alveg góður og ákveðið álag á svona ýmis liðamót þegar mín hleypur í smá sprettum.

En jæja nú eru 3 vikur búnar og ég er strax farin að svitna yfir því að það eru þá bara 2 vikur eftir – en ætti að gleðjast yfir því að eiga 2 vikur eftir – þær verða léttari og yfirvegaðri en hinar fyrstu tvær – og sú þriðja einkenndist kannski af ákveðinni þreytu og leit að jafnvægi. Vonandi hefur það bara fundist. Nú er að snúa sér að því að undirbúa námskrárfyrirlestur í Borgarfirðinum. Rétt að gíra sig upp 🙂

Fer á morgun þegar ég er búin að hvíla mig svoldið mikið :-).

Ég er búin að setja alla viskuna sem ég hef fengið á Reykjalundi í möppu og þetta er ákaflega gáfulegt allt saman. Verður gaman að eiga þetta í þessu ferli sem framundan er.

Það pirrar mig stundum að það er stundum talað við mig á reykjalundi eins og ég sé að byrja í þessu átaki mínu…

Reyndar pirrar mig sumt annað þar en best er að fara ekki út í þá sálma hér. En það er oft erfitt að vera innan um margt fólk sem ætlar í aðgerð – trúir á hana og gerir hana að sinni leið en er hreint ekki á þeirri leið sjálf….

Það er bar að halda sjó og trúa á að maður sé að gera rétt. En þetta er svo sem ekki auðvelt og ég óttast að ég standi mig ekki í mataræðinu – old habits die hard og það allt saman. En maður þarf nú kannski ekki að léttast um 2 kíló rúmlega á viku heldur… 200 grömm er ágætt í sjálfu sér og 250 grömm enn betra.

Jæja sem sagt allt í góðu hérna megin. Ég hlakka til næstu viku og vonandi næ ég og minn hæll góðri hvíld um helgina.

2 athugasemdir á “Komin og þrjár vikur að baki

  1. Enginn smá árangurhjá þér snúllan mín. Að vera farin að bull svitna á æfingunum er bara frábært. Brenslan er sko komin í gang hjá þér. Njóttu hvíldarinnar um helgina.Kv Haddý Jóna

    Líkar við

Færðu inn athugasemd