Þriðja vikan að hefjast

Jæja elskurnar!

Nú er að leggja í hann á Reykjalund. Það fer alveg hlýja niður eftir bakinu á mér þegar ég hugsa til þess staðar. Mikið þykir mér óendanlega vænt um að hafa fengið tækifæri til þess að komast þangað inn – vinnuveitendur mínir og þau á Reykjalundi eiga mínar þakkir fram eftir þessari öld hið minnsta.

Ég er búin að vinna smá um helgina og læra líka! Það er í sjálfu sér aðdáunarvert. Ég hef líka þrifið húsið nokkuð því hér eru saladmaster kynningar klukkan 12 á sunnudögum næstu helgar – tvær búnar og tvær eftir. Mér finnst svo skemmtilegt á svona pottakynningum. Þið látið mig bara vita ef þið viljið koma í hádegismat á sunnudögum ;-). Ægilega góður og hollur matur og þessi líka fíni félagsskapur!

Ég er alveg að fá kast yfir að eiga bara þrjár vikur eftir – en ég ætla líka að nýta þær vel – og ég er svoldið spennt fyrir vigtinni á morgun – hvernig ætli það gangi!?

Kveðja elskurnar ykkar Inga

2 athugasemdir á “Þriðja vikan að hefjast

  1. Mikið er ég glöð að heyra í þér svona ánægðri. Lofa okkur svo að fylgjast með alla leið :o)kvHaddý Jóna

    Líkar við

Færðu inn athugasemd