Föstudagur og ég að fara heim

Jæja þá er fyrsta vikan búin. Ég er búin að synda og hósta heilmikið í dag og svo fór ég í ómskoðunina sem gekk mjög vel og hjartað sló ekkert of hratt þannig að ákveðnar vonir eru til þess að nást hafi góðar óhreyfðar myndir af því og æðunum mínum. Það kemur vonandi út úr þessu fyrir miðja næstu viku.

Nú er að birta úti – og ég er ekki frá því að dagurinn sé aðeins lengri þó það séu bara þessar sekúndur. Það er leiðinda göngufæri samt og ég ætla ekki í 14:00 gönguna sem ég er skráð í – ég synti í morgun í staðinn en ég ætla að ganga, synda, hjóla um helgina.

Og það er alveg klárt að ég þarf að kaupa mér tíma í Toppsport þegar ég hætti því – þvílík hamingja sem greip um sig hjá mér þegar ég komst í tækjasalinn hérna – oh my god hvað ég elska það að lyfta! Gott að hvíla og skipta út – þá er svo gaman að byrja aftur.

Annars þarf ég ekki að vera svona óörugg varðandi gönguna hér – það fer hver á sínum hraða og þetta eru ekki nema 2 km en það er bara svo ótrúlega sárt að ganga og ég vildi svo gjarnan bara fara tvisvar í laugina í staðinn eða hjóla smá… kannski er það bara ekkert ógáfulegt hjá mér að hvíla á mér lappirnar – blaðburðurinn er jú svolítil ganga. Annars er ég miklu betri í fótunum enda ekki farið nema í 1 göngutúr en mikið synt, einu sinni hjólað, badminton og svo náttúrulega sprangað hér um ganga og á milli húsa. Hreyfingin er svona 2 klst á dag og það er líklega það sem maður þarf flesta daga vikurnnar.

Fæðið hér er frábært og ég hlakka til hverrar máltíðar. Það viriðist sjálfsagt en það væri nú ekki gaman ef hér væri vondur matur – þá væri hugurinn fljótur að leita til búðanna og skyndibitastaðanna sem ég ætla nú að láta alveg eiga sig.

En nú er ég búin að ákveða að fara EKKI að ganga heldur lofa öllu fögru á laugardag eða sunnudag. Spurning um hver tekur moggann á morgun. Mig langar það svo sem ekki sérlega mikið… Er eiginlega komin með ógeð af göngu…

Þarf að hvíla hana aðeins held ég…

Takk fyrir allar kveðjurnar elskurnar þær hvetja mig áfram og veita mér styrk. Ég er eitthvað svo ringluð og ringluð á því að vera 43 og vera í svona svakalega slæmu standi eins og raun ber vitni. Ég bara hafði ekkert áttað mig á þessu. Já máttur afneitunarinnar er mikill!

Nú er ég farin heim og ætla helst að laga samskiptin á einu bretti!

2 athugasemdir á “Föstudagur og ég að fara heim

  1. Mikið er gaman að heyra hvað þú ert dugleg. Guð hjálpi þér í öllum þessum göngum kona góð. Þú hlýtur að geta heitið á einhvern verndardýrling göngugarpa til að fara mjúkum höndum um vesalings fæturna þína!Fæ að heyra hvað kemur út úr ómuninni!Knús Ásta

    Líkar við

  2. iss ég er búin að fatta þetta – ég bara syndi og svo verð ég ekki kvefuð í næstu viku – og um leið og ég hef ákveðið að synda í staðinn fyrri að ganga þá fer ég náttúrulega að ganga – og svo get ég líka gengið ein og þá er engin pressa en mér leiðist svo ótrúlega allt þetta hóp dæmi…

    Líkar við

Færðu inn athugasemd