Eftir ýmiskonar bauk á milli dúra þá svaf mín nú bara næstum til 12 í dag – fór nú samt með moggann og sýslaði hér eitt og annað – var svo næstum dauð úr kulda í bólinu svo svefninn var nú ekki alveg þrautalaus en mikið hafði ég gott af honum.
Svo fór ég í skólann og vann frá rúmlega 12 til rúmlega 19. Gerði nú samt ekki mikið en gat komið afleysingunni minni svolítið betur inn í allt sem í boði er. Ég ætlaði samt að taka svo mikið til en ég gerði nú ekkert af því…. í skólanum þeas en tíminn er víst ekki endalaus svo ég verð að láta duga það sem ég gerði.
Annars er ég með hálsbólgu og hálf slöpp en ég ætla nú ekkert að hlusta á það. Á morgun byrjar svo nýtt líf í matarmálum en það hefur ekki verið alveg hreint borð í þeim efnum ekki eins og þarf að minnsta kosti. En ég hef mikið trappað mig niður samt og er tilbúin í sultarlífið á Reykjarlundi ;-).
Ég þarf að hafa mig til á morgun og finna til dót til að sauma í eða eitthvað á kvöldin, þvo öll íþróttafötin og gera við eitthvað af saumsprettum. Mikið verður spennandi að fara….
Svo þarf ég bara að nýta föstudagana sem best, vinna vel í náminu og svona eitt og annað. Allt mjög spennandi sem sagt.
Það gengur ekki annað en ganga vel frá námsmatsvinnunni svo það sé til skrifað hvernig þetta ferli allt saman er. Gaman að geta samþætt námið svona vinnunni – því það er jú það sem mér finnst skemmtilegast af öllu í heiminum. Læra og nýta það.
Í næstu viku er það sem sagt Reykjalundur, sáli, hjartaómskoðun – þannig að ég verð líklega á Reykjalundi aðfararnótt föstudags svo ég þurfi ekki að vera að keyra þetta fram og til baka. En sem sagt over and out
p.s á morgun ásamt því að taka til þá ætla ég aðeins að setja upp handavinnuaðstöðuna…. Mjög mörg verkefni sem bíða þar,