
Ég segi ykkur það satt að það er svo mikil vinna að vera á Reykjalundi að það er rosalegt. Einföldustu atriði sem maður hélt að gæti nú bara gerst næstum af sjálfu sér svo sem eins og að fara í tölvu já eða hringja eins og eitt símtal -er stórmál.
Fyrirkomulagið er þannig að þrír dagar í viku eru ,,fullir“ dagar. Þá er dagskrá frá 12:00 með hópnum og hún stendur til 16 eða 17 eftir atvikum. Svona vera t.d. síðasti fimmtudagur sem eru fullur dagur:
7:00 Vakna!!!!!
7:20 finna til alls konar föt, skó, púlsmæli, fylla á hárnæringuna – úti skokka og inni sokka og hvað þetta heitir allt sem verður að fara með út í hús – Stundum þarf tölvan að fara með því það þarf að sinna gogg.is – eða náminu – kannski verður smá smuga…
7:40 Morgunmatur – þjóta svo eftir löngum göngum upp í íþróttahús
8:15 Háls og herða hópur – 15 mínútna æfingar sem liðka og hjálpa til við að vinna bug á vöðvabólgu á þessu svæði. Þær eru endurteknar í sömu röð í þeirri einlægu von að við lærum eitthvað af þeim og beitum þeim þar sem við sitjum hokin við vinnu okkar ;-).
9:00 -9:50 Leikfimi 2 – þolhringur, tekið vel á. Ég mátti ekki vera í Leikfimi 2 fyrr en komið var út úr ómskoðuninni – þarna er hægt að láta púlsinn fara vel upp.
10:00 – 10:30 Sundleikfimi – ósköp notalegt og maður getur svoldið stjórnað átakinu en alltaf ákaflega liðkandi. Synti svolítið því það er lítil hreyfing eftir hádegið – mikilvægt að ná um 3 klst í hreyfingu á ,,fullu“ dögunum. Á þeim hálftómu lætur maður 2 kannski duga en stundum fer þetta nú upp í 4 klst.
11:00 Gusast út í Oddshús og náð sér í eina appelsínu því maður er mjöööööög svöng eftir morguninn! –
11:40 – Geysast aftur út í hús og mötuneyti, hádegismatur.
12:15 lagt af stað í slökun til 12:55 – langir gangar!
12:55 Úps hrista af sér slökunarslykjuna og búmm út í Oddshús aftur – úr inniskóm í útihosurnar og hálkuskóna – úlpa, trefill og vettlingar alveg ómissandi líka. Fyrirlestur um skipulag frídaga! Svoldið sein alltaf því maður þarf að fara á klósett og týna svolítið af hlutum…
13:55 brammmm í útifötin, hvar voru íþróttaskórnir aftur því nú átti að þrusast í tækjasælinn sem er úti í húsi og aftur trilljón gangar og stigar, en fyrst þurfti ég nú aðeins að snúa við því ég gleymdi vatnsbrúsanum….
14:00 upphitun og svo dúndur hringur því honum þarf að vera lokið klukkan 15:00 því þá er annar fyrirlestur í Oddshúsi….. Sjúddirarirei – sein því ég verð að teygja og gleyma aftur brúsanum nema núna í tækjasalnum….
15:00 Fyrirlestur um sjálfsstyrkingu! Veitir ekki af…
16:30 – hvernig snýr nú veröldin aftur? Hvar er ég stödd og hvert þarf ég að fara – og hvað þarf ég að taka með mér þangað sem mér ber að stefna?
17:30 Awwww svöng – bara heppni ef maður nær að fá sér appelsínu um 15:00 – keyrslan er slík. Út í Reykjalund í tilheyrandi galla.
Svo skreiðist maður út í Oddshús og reynir að komast gangandi á klósettið en ekki skríðandi – annars er bara setið og kapmellað og saumað – já og matardagbókin fyllt út og stigin reiknuð – hef oftast verið um 30 stigin – sem er frábært – kannski meira að segja aðeins of lítið. Þannig að vonir standa til að ég muni vera léttari næsta mánudag en þann síðasta þó ég hafi verið býsna létt þá svona miðað við.
Þennan dag var hreyfingin í minna lagi því það voru 2 fyrirlestrar.
Að viðbættri sundleikfimi, Leikfimi 2, Tækjasal er líka farið í Spaðatíma, mikið synt og við fáum að prófa alls konar íþróttagreinar og leiki. Stundum er hreyfing um 4 tímar – oftar um 3 og svo reynir maður að taka það rólega kannski 1 – 2 daga og hreyfir sig þá ekki nema í 2 tíma svo maður hafi úthald í alla vikuna.
Þetta er sem sagt algjörlega dásamlegt fyrir konu eins og mig – sem finnst þrátt fyrir allt afskaplega gaman að hreyfa mig.
Í dag hljóp ég nokkrum sinnum stutta vegalengd í svona spretthlaupakeppni – liða, það var einhver spilaleikur. Hef nú ekki hlaupið svona hratt í mörg ár – og vitið þið það – ég finn mun á mér eftir þessar 2 vikur varðandi þolið – ótrúlega mikið og þá langar mig að vona að ég búi að djöfulgangi síðustu 2 ára ;-).
En nú er ég farin að sofa