2008 að niðurlotum komið

Þetta er merkilegt – mér leiðist Gamlárskvöld alveg ótrúlega mikið – ekki afþví það eru flugeldar eða annað vesen í þeim anda heldur þessi krafa um að það eigi að vera skemmtilegt… Mér finnst svona vesen ekkert skemmtilegt er orðin handónýt til drykkju og vakna fyrir allar aldrei alltaf hreint. En ég bara elska gamlársdaga. Þá fer ég um húsið og tek til, hugsa um mat og fæ mér gjarnan freyðivín – en í dag verður það nú ekki: Páll er með ælupest og ég er algjörlega á nippinu.

Ég fór að versla í morgun og ég sé að á næsta ári verður bara borðað eitthvað mjög lítið – úff hvað er orðið dýrt að versla. En ég keypti líka heilmikið og allt alveg ferlega dýrt og flott. Þannig er gamlárs – krakkarnir fá besta matinn sinn og það er splæst á rauðvín með matnum og jafnvel einum og einum sopa af öðru skvett í belg – sérstaklega ef maður heitir Páll… híhí.

En nú er ég búin að borða alls kyns magasýrutöflur og vonandi dugar það til að slá á ælupestina – ég er sko ekki eins og Dísa og Palli sem bara fá pestina, æla svoldið og eru svo stálslegin nokkrum klukkutímum seinna – ónei ég her alveg við dauðans dyr og vorkenni mér svo mikið að það jörðin hættir að snúast. Ó my god. En ég er sem sagt í djýpri afneitun og ætla ekki að fá pestina.

Við hjónin fórum með moggann í morgun – í kjölfarið laggðist palli – og það var ferlega notalegt – nú er ég búin að fá frí alveg frá því fyrir jól – ég held ég hafi ekki farið á Þorlák né aðfangadag svo ég er alveg úthvíld. En ég er alveg í mauki – ég verð að taka mig á til að ná upp þoli á hu humm 5 dögum… Ja maður gerir sitt besta – mér sýnist nú að maður gæti hjólað í fyrramálið – það væri frábært. Þetta kemur allt saman.

Jæja best að halda áfram að taka til – og dást að rauðum túlipönum sem ég fékk mér auk ægilegra fallegra styttna sem ég fékk í jólagjöf. Og ég ætla ekki að fá mér ælupest.

…og mikið óskaplega er ég fegin að þetta ár er að enda komið – úff púff

Færðu inn athugasemd