…óðfluga. Mér leiðist gamlárskvöld. En ég er að læra að njóta þess. Ég ætla að dunda mér á morgun, gera fínt og fá góða lykt í húsið.
Það var algjörlega yndislegt í Borgarfirðinum. Það er nú meira hvað fer vel um mann þar. Jonni lánar okkur gestahúsið – ég vona að palli hafi gengið vel frá sængunum og slíku – ekki gerði ég það, úff… Leiðinlegt að skilja við húsið allt í drasli.
Ragnheiður mín verður 20 ára þriðja janúar – tengdó á nýársdag og Aðalsteinn var 18 í desember. Hvað á maður að gefa pæju í afmlisgjöf? Ég gaf Aðalsteini tvíbreiða sæng og rúmföt… Féll vel í kramið…
En amk ætti ég að gefa mér nýja gamla hugsun – það þýðir ekki að hugsa að maður nenni ekki að hreyfa sig og láta það stoppa sig…
Ég er ekki nærri nærri nógu dugleg – hreyfði mig ekkert í gær og í dag en fór í rosalega fínan hjólatúr á sunnudag – veit ekki alveg hvernig ég á að koma mér stuð fyrir 6. janúar þegar þrekprófið verður huhummm… er ekki eins þrekuð og ég var svo mikið er víst – það fann ég á sunnudaginn – það var eins og æfingar skili betra formi – svei mér þá…
En ég er búin að kaupa mér flísófix og efni í snjókarla – ó já… það er nú ekkert annað. Ég stefni á að gera þá hið snarasta og svolítið af jólagjöfum líka. Ég meina það.
<>your blog is very good……<>
Líkar viðLíkar við