2 dagar til stefnu

Jæja nú eru jólakortin farin – í troðfullan póstkassann við pósthúsið. Ég held þeir hefðu nú átt að borga einhverjum svona eins og 1000 kr til þess að tæma kassann í gær – margir sem hafa hugsað eins og ég – nota helgina í að skrifa kortin og setja þau svo í kassann sem er tæmdur fyrir útburð í dag – en nei þá var kassinn bara fullur og margir urðu frá að hverfa í gær. Æ pósturinn er ekki alltaf að hitta á það. Ég er hins vegar svakalega ánægð með heimilisfangalistann minn sem er á posturinn.is – hann uppfærist af sjálfu sér og bíður mín alltaf á milli ára – ég þarf bara að muna aðganginn ;-).

En ég held í alvöru að ég þurfi að búa til lista yfir það sem a) mig langar að gera og svo b) plan yfir það sem svona ásættanlegt er að ætla að maður komist yfir….

En amk þarf ég að gera jólagjöfina sem ég hef ekki enn lokið við – það er must. Er bæði undir a og b.

svo er það:

taka til í sauma og föndurdótinu – svolítil óreiða þar eftir föndur síðustu vikna…
Taka til í hjónaherberginu – sérstaklega brúna skápnum sem geymir allt mitt djásn
Taka til í bókahillunum – það varð einhver sérskennileg sprenging þar…
Þvo svona eins og 6 vélar og þurrka þær í mínu litla þurrkrými
Búa um rúmin
Skreyta jólatréð og sjóða það svolítið fyrst 😉
Bera út moggann á morgun og aðfangadag og fara í sund eftir blaðburðinn á aðfangadag.
VERA BÚIN AÐ PAKKA öllum gjöfunum FYRIR aðfangadag – vera heldur ekki að gera neinar á aðfangadag takk fyrir ;-).
Baka – klára mömmukökurnar, kannski reyna að gera döðlubotna, kókostoppa, súkkulaðibitakökur – gaman væri að gera 10 sörur en ég veit ég kemst ekki yfir það.
Versla svolítið af jólagjöfum…

Hvað haldið þið að ég hafi gert við fjólubláa bolinn minn? Það væri mjög spennandi að vita það – en nú er ég farin í sjúkraþjálfun – þarf að reyna að hafa kálfana mína í betra standi – sjáumst hress í önnunum 😉

3 athugasemdir á “2 dagar til stefnu

Færðu inn athugasemd